Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 46
44
Árbók Háskóla íslands
Rannsóknastofa í sýkla- og
ónæmisfræði í Landspítala
(Rannsóknastofa í veirufræði)
í Árbók Háskóla íslands 1973—1976 er
greint frá upphafi nýrrar rannsóknastofu í
sýkla- og ónæmisfræði í bráðabirgðahús-
næði á lóð Landspítala haustið 1974 og
þeirri starfsemi, er þar fór fram háskólaárin
1974—76. Hér verður sagt stuttlega frá
starfseminni, sem þarna fór fram á vegum
læknadeildar háskólaárin 1976—79.
Kennsla
Háskólaárin þrjú, sem að ofan greinir,
höfðu 5 fastráðnir háskólakennarar þarna
alla sína aðstöðu til verklegrar kennslu.
Þessir kennarar eru: prófessor Margrét
Guðnadóttir og dósentarnir Arinbjörn
Kolbeinsson, Kristín Jónsdóttir og Sig-
mundur Magnússon úr læknadeild og
Guðni Alfreðsson dósent úr verkfræði- og
raunvísindadeild. Þessir kennarar hafa frá
upphafi samnýtt þá 70 m2 verkkennslu-
stofu, sem er í bráðabirgðahúsnæðinu og
getur rúmað allt að 25-stúdenta hóp í einu.
Þessi þrjú ár fór þarna frant öll verkleg
kennsla Iæknanema á 3. og 4. ári í bakt-
eríufræði, veirufræði og blóðmeinafræði,
öll verkleg kennsla yngri og eldri líffræði-
nema í örverufræði og veirufræði og öll
verkleg kennsla stúdenta á námsbraut í
hjúkrun í örverufræði, bakteríufræði og
veirufræði. Um 200 stúdentar á vetri sækja
eitthvert verklegt nám í þessa einu stofu, og
á sumrin hefur hún verið nýtt af aðlægum
rannsóknadeildum fyrir skammtíma verk-
efni, sem stúdentar hafa verið ráðnir til að
vinna. Að auki hafa alltaf verið stúdentar í
verkefnum til B.S.-prófa á rannsókna-
deildunum á Eiríksgötu.
Rannsóknir
Rannsóknastofur í bakteríufræði
Eins og frá er greint í árbókinni 1973—76
voru tvær bakteríurannsóknadeildir reknar
í bráðabirgðahúsnæðinu við Eiríkisgötu
háskólaárin 1974—76, salmonellurann-
sóknadeild í umsjá Guðna Alfreðssonar,
dósents í verkfræði- og raunvísindadeild, og
berkla- og blóðvatnsrannsóknastofa í
umsjá Arinbjarnar Kolbeinssonar, dósents
í læknadeild. Háskólaárin 1976—79, sem
hér um ræðir, hélt Guðni Alfreðsson áfram
sinni deild í húsnæðinu og mun gera grein
fyrir þeirri starfsemi með öðrum kennurum
verkfræði- og raunvísindadeildar. Um ára-
mót 1976—77 flutti Arinbjörn Kolbeins-
son sína starfsemi í nýtt og betra bráða-
birgðahúsnæði á Landspítalalóð og fékk nú
loksins eigin deild og viðunandi húsnæði
eftir 30 ára fullt starf fyrir háskólann og
heilbrigðisþjónustuna. Hann er nú yfir-
læknir þess hluta Rannsóknastofu háskól-
ans við Barónsstíg, en vann þar áður sem
sérfræðingur. Með honum vinnur Kristín
Jónsdóttir dósent. Þeirra starf mun koma
frant í skýrslu Rannsóknastofu háskólans
við Barónsstíg.
Ónæmisfræði
Þegar Arinbjörn Kolbeinsson dósent flutti
sína starfsemi úr húsnæðinu á Eiríksgötu
var læknadeild boðið það húsnæði, sem
hann hafði haft, og sameiginleg aðstaða til
þvotta og sótthreinsunar, ef verða mætti til
að flýta heimkomu Helga Valdimarssonar,
dósents í ónæmisfræði, sem taldi sig ekki
geta komið heim frá Bretlandi til engrar
starfsaðstöðu. Boð um þetta húsnæði var
formlega sent forseta læknadeildar í mars
1977 og ítrekað í desember sama ár, þegar