Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 139
Iþróttahús háskólans
137
Við gerðum að sjálfsögðu ráð fyrir þátt-
töku glímuflokksins í skrúðgöngum
'þróttanema á mótinu í Kiel. f>á þurfti að
VeUa fánabera. Það var ekki erfitt val. Ég
held, að enginn hafi komið til greina annar
er> Jóhannes Björnsson, sá eini í hópnum,
sem var hár vexti. En þá þótti nauðsynlegt,
að hann fengi tilsögn í meðferð fánans. Man
egi að leitað var til skátahöfðingja íslands,
A.xels Tuliníusar, fyrrverandi sýsluntanns,
sem mætti hjá okkur á æfingu og æfði fána-
berann, enda stóð hann sig með prýði á
mótinu. Ekki síður má hið sama segja um
Urarstjórann, Guðmund Karl Pétursson,
sem stjórnaði ferðinni og þátttöku á mótinu
með röggsemi og þeim mikla áhuga, sem
einkenndi hann og Akureyringar þekktu
Ve> á löngum starfsferli hans þar. Stærstur
Var hlutur hans í því, hve vel ferðin heppn-
aðist.
hrátt fyrir veittan styrk frá háskólaráði og
ókeypis ferðakostnað aðra leiðina, þurfti
*1Ver þátttakandi á nokkrum farareyri að
halda. En okkur fannst til mikils að vinna.
h^an ég, að við félagarnir ræddum um það,
að ef til vill yrði þetta eina tækifæri okkar á
æfinni til utanlandsferðar. Pannig hugsuð-
Um við þá, löngu fyrir tíma farþegaflugsins.
A fögrum vordegi lá svo leið glímumanna
hl skips, og við gengum um borð í Dronning
Alexandrine. Pað var vonglaður hópur,
Sem horfði af skipsfjöl yfir fjöldann, sem
h°mið hafði á hafnarbakkann. Par voru
sttnienn og vinir og sjálfsagt ýmsir aðrir,
þVl að á þeim árum þótti það nokkur við-
hurður, þegar millilandaskip voru að koma
eðafara.
Ferðin til Kaupmannahafnar var
an<egjuleg. Við komum við í Þórshöfn í
Færeyjum og gengum þar um götur í góðu
Veðri meðan skipið var afgreitt.
Þegar svo loks sást til turna Kaupmanna-
hafnar, 10. júní, munu okkur sennilega hafa
verið í huga líkar tilfinningar og annarra
stúdenta, sem borgina nálguðust í fyrsta
sinn, flestir til langdvalar. Frá Kaupmanna-
höfn fórum við síðan daginn eftir með
járnbraut til Kiel. Á járnbrautarstöðinni
þar tóku á móti okkur menn úr forstöðu-
nefnd menningarvikunnar og einnig
nokkrir íslenskir stúdentar, sem þá voru við
nám við Kielarháskóla. Var mér gleðiefni
að sjá þar tvo bekkjarbræður mína úr
Menntaskólanum, sem báðir urðu þar
doktorar í hagfræði, þeir Björn Leví
Björnsson, síðar hagfræðingur Reykjavík-
urborgar, og Oddur Guðjónsson, síðar
sendiherra.
Þegar við höfðurn sagt helstu fréttir að
heiman og af ferðalaginu, barst talið fljót-
lega að fyrirhugaðri glímusýningu okkar.
Man ég, að einn Kielarstúdentanna sagði:
„Það er búið að skrifa svo mikið um ykkur í
blöðin hér, að þið verðið að standa ykkur.“
Þess má geta í þessu sambandi, að 1929 var
Nazisminn í örum vexti með vegsömun hins
germanska kynstofns og hinnar germönsku
arfleifðar. í blöðunum hafði verið bent á
það, að við ætluðum að sýna forna
germanska íþrótt, þ. e. fornþýska, og það
vakti athygli og eftirvæntingu.
Okkur var komið fyrir á einkaheimilum,
okkur að kostnaðarlausu. Ég var hjá
miðaldra kennara við bestu aðbúð á allan
hátt. Veit ég ekki annað en að allir væru
ánægðir með dvalarheimili sín.
Ákveðið hafði verið, að menningarvikan
skyldi byrja með íþróttamóti stúdenta frá
háskólum Norðurlanda og Kielarháskóla,
og skyldi til þess verja fyrstu þrem dögun-
um. Jafnframt var ákveðið, að við ættum að
sýna fyrsta daginn, sem var 14. júní, að