Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 133
IÞRÓTTAHÚS háskólans
Kennsla
Iþróttastarfsemi í háskólanum skiptist
einkum í þrennt: kennslu, frjálsa iðkun
■þrótta án beinnar kennslu, og þjálfun og
sfingar á vegum íþróttafélags stúdenta.
Kennslan er tvíþætt. Annars vegar er
^ennsla í ýmsum íþróttagreinum, sem öll-
Urr> er heimill aðgangur að, hins vegar er
sérkennsla fyrir nema í sjúkraþjálfun. Þar
er fyrst og fremst um að ræða æfinga-
kennslu og tilsögn í undirstöðuatriðum
^ennslutækni í líkamsæfingum, þar sem
sérhver þeirra fær æfingu í að stjórna hóp-
um og að kenna undir umsjón fimleika-
stjóra, sem hefur skipulagt og stjórnað æf-
'ngakennslunni frá byrjun. Þeir fá jafnframt
a>hliða líkamsþjálfun og tilsögn í ýmsum
knattleikjum, svo sem körfuknattleik og
h'aki, sem getur komið að góðu gagni við
sjúkraþjálfun.
^úsnæðismál
heir tímar í íþróttahúsi háskólans, sem ekki
eru notaðir undir kennslu, standa stúdent-
um til boða til þess að iðka þær íþróttir, sem
Þe>r hafa mestan áhuga á. Eru þessir tímar
hl frjálsra íþróttaiðkana mjög vel nýttir og
komast færri að en vilja. Hefur verið reynt
að leysa málið með því að taka á leigu sali út
1 horg og fengin sérstök fjárveiting í því
skyni. Hún hefur því miður aldrei verið
nógu há til þess að unnt væri að koma til
móts við alla, sem sækja um tíma, en fullur
skilningur ríkir á þessum málum hjá stjórn
úskólans og því vonir til að senn komi að
Þvh að ekki þurfi að vísa neinum frá.
Iþróttafélag stúdenta hefur við þetta sama
Vundamál að stríða, en frekar þó á þann
Veg, að ekki fást nægilega margir tímar í
s'órum íþróttasölum á þeim tíma dags, sem
s>údentum hentar til æfinga.
Þessi mál komast aldrei í gott lag fyrr en
byggt verður nýtt íþróttahús, sem fullnægir
kröfum nútímans um gerð og stærð. Verður
trúlega talsverð bið á því að það komi, en
undirritaður hefur notað hvert tækifæri sem
gefist hefur til þess að minna á það og fylgj-
ast með því, að það gleymist ekki á framtíð-
arskipulagi háskólalóðar.
Sundiðkun
Allt frá dögum íþróttaskyldunnar hafa
stúdentar fengið ókeypis aðgang að sund-
stöðum borgarinnar að nieira eða minna
leyti. Nú er hins vegar allt útlit fyrir, að
stúdentar missi þessi fríðindi. Ástæðan fyrir
því er sú, að fjárveitingar til sundsins hafa
sama og ekkert hækkað um árabil þrátt fyrir
mikla fjölgun nemenda á sama tíma. 1977
þurfti að stöðva greiðslur til sundstaða á
haustmisseri um sinn. Bjargaði þáverandi
menntamálaráðherra málum með því að
láta veita eina milljón úr sundskyldusjóði,
en áður hafði bæði undirritaður og stúd-
entaráð leitað til fjárveitinganefndar Al-
þingis um aukafjárveitingu vegna sundsins
en árangurslaust. Sama sagan hefur endur-
tekið sig ár eftir ár, og er þolinmæði manna
á þrotum. Sem dæmi um það, hversu
knappar fjárveitingar hafa verið, skal
nefna, að fjárveiting fyrir 1980 fer að ntiklu
leyti í það að greiða skuld frá 1979. Er leitt
til þess að vita, hvernig komið er, þar sem
allir gátu notið þessarar fyrirgreiðslu jafnt.
Menn gátu farið í næstu laug á þeim tíma
dags sem þeim best hentaði. Þetta örvaði án
nokkurs vafa sundiðkanir stúdenta og var
mikilvægt atriði í heilsuræktarmálum
háskólans.
í síðustu Árbók var minnst á íþrótta-
skylduna og hvernig hún ýtti undir það, að
íþróttahús var byggt. Þá stóð einnig til áð