Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 97
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
95
— Mælingar á þykkt jökla og landslagi
undir þeim meö rafsegulbylgjum.
Orsakir og eðli jökulhlaupa.
— Snjóflóð.
d- Nýting hnmnhita í Vestmannaeyjum.
(borbjörn Sigurgeirsson og S. B.)
Kannsóknarverkefnum er lýst ítarlega í
Kannsóknaskrám verkfræði- og raunvís-
indadeildar 1976 og 1977—1978.
Dæmi um einstök verkefni:
a. Umbrot á Kröflusvceði, í Mývatnssveit
°8 Kelduhverfi hafa átt nær allan hug
^Uargra jarðvísindamanna undanfarin ár.
Að rannsóknum á þeim hefur verið starfað í
samvinnu við Norrænu eldfjallastöðina,
Orkustofnun, Veðurstofu íslands og Al-
ruannavarnir ríkisins. Jarðeðlisfræðideild
H. hefur séð um skjálftamælingar.
Frá því umbrotin hófust 20. des. 1975
haía skipst á landris í 3—6 mánuði og
landsig með umbrotum og tilburðum til
ejdgoss í nokkra daga. Talsverð skjálfta-
Vlfkni fylgir umbrotunum, og er hún eink-
um tvenns konar, þ. e. stöðugur órói og
e'nstakir jarðskjálftar. Landrisi fylgja oft
Jarðskjálftar innan Kröfluöskjunnar, mest
a 0-—3 dýpi. Landsigi á sama svæði
fylgir órói og virðist útslag óróans fara eftir
fu'aða landsigsins. Fljótlega eftir að landsig
hefst, vex skjálftavirkni innan eða í næsta
Uagrenni öskjunnar og færist síðan út eftir
ffröflusprungusveimnum ýmist til norðurs
cða suðurs. Jafnframt vex skjálftavirknin
°S nær hámarki nokkrum stundum síðar,
0,11 f 9—40 knt fjarlægð frá Kröflu. Á sama
svæði verða miklar sprunguhreyfingar á
yfirborði. Þessi atburðarás er túlkuð sem
afleiðing af streymi kviku neðanjarðar.
v'ka safnast stöðugt saman undir Kröflu-
0skjunni á u. þ. b. 3 km dýpi og veldur
landrisi þar. Þegar þrýstingur kvikunnar og
spennuástand jarðskorpunnar leyfa, gliðna
sprungur sprungusveimsins og fyllast
jafnhratt af kviku. Kvikan streymir þannig
lárétt út eftir sprungusveimnum og myndar
lóðréttan gang. Útbreiðsluhraða gangsins
má meta út frá hraði skjálftavirkninnar og
er 0.5 m/sek dæmigerður hraði. Við kort-
lagningu á útbreiðslu S-bylgna um nágrenni
Kröflu koma fram áberandi skuggar. Efni
það sem skuggunum veldur er staðsett um
miðbik Kröfluöskjunnar og má túlka sem
kviku í e. k. kvikuþró. Meginhluti efnisins
er á minna en 7 km dýpi. Þróin er tvískipt,
a. m. k. ofan til.
Þessar rannsóknir hafa varpað nýju Ijósi
á eldvirkni í gosbeltum landsins. Þær hafa
einnig aukið skilning á Kröflusvæðinu,
tengsíum jarðhitans og kviku, og þannig
stuðlað að öryggi þeirra, sem þar starfa og
búa.
b. Eitt af langtímaverkefnum R. H. er
nákvæm mæling á stefnu segulmögnunar í
bergi, einkum í hraunlögum víða um landið
(LK). Þessi segulstefna er að mestu upp-
runaleg, þ. e. jafngömul berglaginu. Hún
varðveitir m. a. upplýsingar um sögu um-
snúninga jarðsegulsviðsins, sem hafa orðið
að meðaltali nokkrum sinnum á hverri
ármilljón. Hægt er að mæla stefnu þessa
með einföldum tækjum utanhúss, og er sú
tækni mikið notuð af íslenskum jarðfræð-
ingum við kortlagningu, en er ekki örugg.
Við mælingar í rannsóknastofu, sem ein-
angrað geta hina upprunalegu segulstefnu
úr bergsýnum (en venjulega eru boruð þrjú
úr hverju lagi), fást að auki upplýsingar um
flökt segulpóla jarðar síðustu ármilljónirn-
ar og um styrk segulmögnunar bergsins,
sem er t. d. mikilvægt við jarðfræðilega
túlkun segulmælinga úr flugvélum. Gildi