Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 125
Félagsvísindadeild og fræðasvið hennar
123
aðstöðu til verk- og sýnikennslu. Vinnu- og
félagsaðstaða nemenda er og bágborin og
óhæg vegna dreifingar, og kemur það sér
sérstaklega illa, þar sem þeim er oft ætlað
að vinna saman að verkefnum í litlum
hópum. Nemendur í sumum greinum, s. s.
uPpeldisfræði, hafa lengst af enga aðstöðu
haft.
Skrifstofa deildarinnar var á Sól-
eyjargötu 1 þar til sumarið 1979, en flutti
þá í Árnagarð.
Þrátt fyrir þessa dapurlegu lýsingu eru
nenn þó bjartsýnir á að innan tíðar muni
r$tast verulega úr húsnæðisvanda deildar-
'nnar, þar sem henni mun ætlað rúm í einni
af fyrstu nýbyggingum, sem háskólinn
hyggst reisa á næstu árum.
Ráðstefnur og námskeið
—26. september 1977 var haldinn í
fyrsta sinn á íslandi fundur í Nordisk Sam-
urbejdsdelegation for Samfundsforskning.
14 fulltrúar mættu frá Norðurlöndum, en
auk þeirra sóttu flestir kennara félagsvís-
’uóadeildar fundinn.
Sumarnámskeið í uppeldis- og kennslu-
frKðum til kennsluréttinda var haldið
surnurin 1977 og 1978, sex vikur hvort
sumar. Forstöðumaður námskeiðsins var
^udri ísaksson prófessor, en ásamt honum
kenndu á námskeiðinu nokkrir kennarar
félagsvísindadeildar. Prófi luku 53 nem-
endur.
Norrcmt rannsóknanámskeið í fisk-
Veiðafélagsfrœði var haldið dagana
18,-—29. júní 1979 á vegum félagsvísinda-
óeildar. Var námskeiðið fyrir fólk sem
stundar rannsóknir á félagslegum hliðum
iskveiða á Norðurlöndum. Námskeiðið var
Jármagnað af sérstakri norrænni fjárveit-
'ngu, sem árlega er varið til námskeiða af
þessu tagi á hinum ýmsu fræðasviðum.
Páttakendur voru 33 frá 7 löndum: Græn-
landi, íslandi, Færeyjum, Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð og Finnlandi. Norski
hópurinn var langstærstur, enda standa
Norðmenn fremstir þessara þjóða í rann-
sóknum á þessum vettvangi. Þrenn megin-
viðfangsefni voru valin til umfjöllunar:
Staða og framtíð menntunar í sjávarútvegi,
sjávarbyggðarannsóknir, sjómannafjöl-
skyldur frá félagsfræðilegu, sálfræðilegu og
læknisfræðilegu sjónarmiði.
Fluttir voru nokkrir fyrirlestrar um hvert
efni og efnt var til umfangsmikilla umræðna
um þau. Fleimsóttir voru vinnustaðir í
Reykjavík, sem tengjast sjávarútvegi.
Dvalist var tvo daga í Vestmannaeyjum og
þeim varið í langa fundi og ítarlegar við-
ræður við heimamenn. Af hálfu deildarinn-
ar höfðu þeir Þorbjörn Broddason og Har-
aldur Ólafsson umsjón með námskeiðinu,
en deildarfulltrúi, Kristján Valdimarsson,
vann mikið starf að framkvæmd þess.
Gestafyrirlestrar
Peter Grothe, prófessor í San Jose State
University, Kaliforníu, flutti opinberan
fyrirlestur um rannsóknir sínar á viðhorfum
Norðurlandabúa, einkum Svía og Norð-
manna, til Bandaríkjanna og ýmissa
annarra landa. (22. febr. 1977.)
Ulla Petterson, félagsfræðingur frá
Stokkhólmsháskóla, flutti opinberan fyrir-
lestur: Aktuella utvecklingstrender inom
svensk socialpolitik. (24. febr. 1977.)
Martin Johnson, prófessor í háskólanum í
Utrecht í Hollandi, flutti opinberan fyrir-
lestur: Dulsálarfrœðisem vísindagrein. (16.
mars 1977.)
Robin Winks, prófessor frá Yale háskóla
í Bandaríkjunum, flutti opinberan fyrir-