Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 230
228
Árbók Háskóla íslands
Samþykkt einróma með einni breytingu,
seni getið er aftar undir þessum lið.
,,Háskólaráð beinir þeim eindregnu
tilmælum til læknadeildar, að fjöldatak-
mörkunum verði ekki beitt á þessu ári og
minnir í því sambandi á samþykkt há-
skólaráðs frá 7. júlí 1977 og greinargerð
rektors, sem lögð er fram á þessum fundi."
Borin var fram tillaga af Sigurjóni
Björnssyni um frestun afgreiðslu á þessari
tillögu til ioka maímánaðar. Rektor kvaðst
geta fellt sig við frestunina vegna væntan-
legra frumtillagna nefndar þeirrar er að of-
an greinir, en kvaðst mundu sitja hjá við
atkvæðagreiðsluna. Samþykkt með 7 at-
kvæðum gegn 5.
Þá lagði rektor fram svofellda greinar-
gerð með tillögum sínum:
Greinargerð
I 42. gr. b. reglugerðar Háskóla íslands
segir svo:
,,Sé fjöldi stúdenta, sem stenst 1. árs próf,
meiri en svo, að veita megi þeim öllum við-
unandi framhaldskennslu við aðstæður á
hverjum tíma, getur deildin takmarkað
fjölda þeirra, sem halda áfram námi. Jafnan
skal þó a. m. k. 24 stúdentum veittur kostur
á að halda áfram námi. Skal ákvörðunin
hverju sinni tilkynnt fyrir upphaf þess miss-
eris, er prófið er haldið. Réttur stúdenta til
framhaldsnáms skal miðaður við árangur 1.
árs prófs eftir nánari ákvörðun deildarinn-
ar.“
Ljóst er af þessu ákvæði, að læknadeild
hefur það á valdi sínu að takmarka aðgang
að námi á öðru ári, sé vissra atriða gætt.
Hins vegar segir hvorki berum orðum, hver
eigi að meta það, hvort fjöldi þeirra
stúdenta, sem stenst 1. árs próf, sé meiri en
svo, að veita megi þeim viðunandi fram-
haldskennslu við aðstæður á hverjum tíma,
né heldur hvað felist í orðinu viðunandi-
Eðlilegt virðist þó vera að álykta svo, að
læknadeild leggi drýgstan skerf í það mat og
þann skilning, en hins vegar er það Ijóst, að
stjórn háskólans, þ. e. háskólaráði og fle,rl
aðilum, er málið langt frá því óviðkomandt-
Eðlilegt virðist raunar, að hverju sinni sem
læknadeild hyggst nota hejmildarákvæðið
til takmörkunar nemendafjölda, sé þa®
kynnt ítarlega með rökstuddri greinargerð-
Telji læknadeild og háskólaráð, að kenn-
araskortur, tækjaskortur, húsnæðisskortur
eða önnur aðstaða í einhverjuni grunn-
greinum og/eða klínískum greinum réttlæú
beitingu takmörkunarheimildar, virðist
einnig eðlilegt, að þessir aðilar reyni í sam'
ráði við aðra stjórnendur háskólans,
kennara og nemendur læknadeildar ae
knýja á með fjárveitingar eða aðrar leiðir ti
úrbóta. Hafa verður í huga í þessU
sambandi, að takmörkun aðgangs í eina
deild beinir mjög líklega aukinni ásókn
nemenda í aðrar deildir og veikir kennslU'
aðstöðuna þar. Einnig verður að draga1 e
það hlutverk háskóla að eiga frumkvæði a
takmörkun nemendafjölda fyrr en fullreynt
er, hvort bætt verði úr aðstöðuleysinu a
fjárveitingavaldinu eða öðrum, sem mah
er skylt.
Ef talið er nauðsynlegt að grípa til ta
mörkunar nemendafjölda í einstökum
deildum eða námsbrautum eða í háskólan
um almennt vegna ,,offjöIgunar“ í ein
stökum stéttum eða ,,þarfa“ þjóðféIagstnS'
hlýtur það að vera hlutverk æðstu stít<IIT.i
valda (þ. e. Alþingis og ríkisstjórnar e
ráðuneytis) að taka ákvörðun þar að lu'
andi.
Til greina kæmi að koma síðar upp fastJ;
nefnd, sem ráðuneyti menntamála L