Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 103
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
101
hér á landi. Þetta gerir þeim auðveldara að
v>nna sameiginlega að lausn rannsókna-
verkefna.
Vegna þess að starfsmenn stofunnar
v*nna flestir að rannsóknum á sviðum, sem
einnig eru stunduð af miklu kappi erlendis,
er þeim nauðsynlegt að hafa aðgang að
8óðu bóka- og tímaritasafni. Stærðfræði-
stofa er áskrifandi að nokkrum erlendum
stærðfræðitímaritum, og má líta á fé það,
sern notað er í þessu skyni, sem hliðstæðu
v'ð tækjakaupafé annarra rannsókna-
stofnana.
^egna þröngs fjárhags stofnunarinnar
eru þessar áskriftir þó ekki nándar nærri
einsrnargarogþyrfti. Stærðfræðitímarit eru
°ftast dýr, og stofnunin hefur ekki ráð á að
kaupa mörg af merkustu stærðfræðitíma-
r'tum, sem gefin eru út. Þetta er því tilfinn-
anlegra sem stærðfræðitímarit úreldast
m'klu hægar en tímarit í öðrum vísinda-
8reinum, og stærðfræðingar þurfa oft að
esa tímaritsgreinar allt frá því á nítjándu
°!d. Þaö eru því horfur á, að þau tímarit sem
ekki eru keypt til landsins nú verði að kaupa
ýrum dómum síðar meir í endurprentun-
um eða hjá fornbókasölum.
Stærðfræðistofa hefur gefið út fjölmargar
r'tgerðir um stærðfræðileg og eðlisfræðileg
efni. Flestar þeirra eru forprent af greinum,
Sem síðar hafa birst í alþjóðlegum tíma-
ntum.
^tarfslið og húsnæði
°rstöðumaður stærðfræðistofu var próf.
þ-Sgert Briem til 1.8. 78 en síðan próf.
Halldór I. Elíasson. Haustið 1979 tók
ggert Briem aftur við. Auk forstöðu-
manns störfuðu á stofunni þrír fastráðnir
ennarar og fjórir sérfræðingar. Kennar-
‘,rnir hafa vinnuherbergi í húsi verkfræði-
og raunvísindadeildar, en sérfræðingarnir í
húsi Raunvísindastofnunar.
Verkefni
Verkefnum þeim, sem starfslið stofunnar
hefur unnið að á árunum 1976—79 má
skipta í 2 flokka:
a) Hrcin stœrðfrœði: Algebra, fáguð
rúmfræði, diffurrúmfræði, diffurjöfnur,
línuleg fallagreining, líkindafræði.
b) Stœrðfrœðileg eðlisfrœði: Skammta-
fræði, skammtasviðsfræði, stærðfræðitækni
í vatnafræði.
Nákvæmar lýsingar á rannsóknarverk-
efnunum er að finna í rannsóknaskrám
verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla
íslands, 1976 og 1977—78.
Um framtíðarþróun
Tvö verkefni virðast brýnust:
(1) Stórfelld efling stærðfræðibókasafns.
Stærðfræðirannsóknir eru að því leyti
„ódýrar í rekstri,“ að þær þarfnast einskis
tækjakosts. En eins og minnst var á hér að
framan, er stærðfræðingum nauðsynlegra
en flestum öðrum að hafa aðgang að góðu
bókasafni. Enn vantar mikið á, aðsvo sé hér
á landi.
(2) Efling samskipta við erlenda stærð-
fræðinga. Stærðfræðistofa þyrfti að geta
gert meira af því að bjóða erlendum stærð-
fræðingum til lengri eða skemmri dvalar
hérlendis. Vonir standa til, að unnt verði að
stofna „sumarstofnun í stærðfræði" í
samvinnu við íslenska stærðfræðafélagið.
Sú stofnun mundi hafa það hlutverk að
standa að slíkum heimsóknum erlendra
stærðfræðinga.