Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 247
háskólabókasafn
Yfirlit það sem hér fer á eftir tekur til al-
manaksáranna 1976—79. Áður hafa
L°mið út ársskýrslur Háskólabókasafns
fyrir hvert þessara ára um sig. Hér er því um
aö ræða samsteypu og um leið útdrátt úr
þessum fjórum skýrslum, sem allar eru fá-
ar>legar í safninu.
1- 'nngangur
Sv° sem nánar er lýst í 10. kafla, komst á
þessu tímabili góður skriður á byggingu
Þjóðarbókhlöðu. Enn þarf þó að bíða
nokkur ár þeirra gagngeru umskipta sem
aún ntun leiða til, að því er varðar húsrými
yrir bókasafnsþjónustu háskólans. Á með-
an er vandinn leystur með ýmsurn smærri
árrasðum: Ný útibú hafa dregið til sín nokk-
Urn bókakost, en meira munar þó um
f'lkomu geymsluhúsnæðis, sem tekið hefur
verið á leigu. Þar er ritum, sem lítil eftir-
^purn er eftir, komið fyrir á aðgengilegan
átt. Enn fremur hafa verið gerðar veru-
egar endurbætur á húsnæði aðalsafns. Má
Þe'ta teljast viðunandi eftir atvikum. Hið
^ma verður ekki sagt um sjálfa líftaug alls
áskólastarfs: ritaöflunina. Kaupmáttur
Járveitinga til ritakaupa hefur farið
tyrnandi þetta tímabil, og stefnir sú þróun í
þ.veröfuga átt við það sem vera ætti, þar eð
mtakaup eru — og hafa lengi verið — alltof
agt hlutfall af rekstrarkostnaði háskólans.
Bæði kennurum og nemendum hefur
Jölgað verulega á því tímabili, sem hér um
rteðir. Það er því eigi að undra, þótt útlán-
Uni hafi fjölgað talsvert, svo og millisafna-
anum, sem eru tiltölulega ný af nálinni hér.
l'ta má, að þessi aukning sé að nokkru að
Þakka þeirri safnfrœðslu, sem lögð hefur
Verið vaxandi rækt við undanfarin ár. Ekki
Ur þó vanþörf á að auka enn slíka fræðslu,
ÞVl að margir eru þeir háskólaþegnar, sem
seinratað eiga beinustu leið að lindum
þekkingarinnar og hafa lítil kynni haft af
bókasöfnum og upplýsingamiðlun.
Svo sem getið er í síðustu Árbók (s. 225)
kom út á árinu 1976 nefndarálit á vegum
Rannsóknaráðs ríkisins undir heitinu
Skipulag upplýsingamála. Sú athugun
leiddi til þess að haustið 1978 tók til starfa
ný stofnun, Upplýsingaþjónusta Rann-
sóknaráðs. Til bráðabirgða lagði háskóhnn
stofnuninni til húsnæði innan vébanda
bókasafns í verkfræði- og raunvísinda-
deildarhúsi við Hjarðarhaga.
Hinn 21. maí 1979 setti menntamála-
ráðuneytið á stofn Samstarfsnefnd um
upplýsingamál, en það mál hafði átt sér all-
langan aðdraganda. Hlutverk nefndarinnar
er m. a. að fjalla um öflun, varðveislu og
miðlun upplýsinga í þágu vísindastarfsemi,
æðri menntunar, tækni og atvinnuvega á
íslandi. í nefndina voru skipaðir til þnggja
ára þessir menn:
Dr. Finnbogi Guðmundsson landsbóka-
vörður, formaður.
Einar Sigurðsson háskólabókavörður.
Dr. Ingjaldur Hannibalsson verkfræð-
ingur, deildarstjóri hjá Félagi íslenskra
iðnrekenda.
jón Erlendsson verkfræðingur, for-
stöðumaður Upplýsingaþjónustu Rann-
sóknaráðs.
Kristín Indriðadóttir, forstöðumaður
Bókasafns Kennaraháskólans.
Páll Jensson fil. techn., forstöðumaður
Reiknistofnunar háskólans.
Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur
hjá Pósti og síma.
Ritari nefndarinnar er Þórir Ragnarsson,
deildarbókavörður í Háskólabókasafni.
Virk þátttaka af hálfu íslendinga í nor-
rcenu samstarfi á sviði bókasafns- og upp-