Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 144
142
Árbók Háskóla íslands
hinsvegar aldrei nægt nema til lítils hluta
þess, sem nauösynlegur er til að reka
mannfræðistofnun eðlilega.
Heimilisfang MHÍ er sem fyrr Ásvalla-
gata 54, Reykjavík og hafa nokkrar endur-
bætur verið gerðar á húsnæði, á kostnað
forstöðumanns.
Samskipti við erlenda aðila
MHÍ er aðili að eftirtöldum samtökum
mannfræðinga:
1. International Union og Anthropologi-
cal and Ethnological Sciences. Forstöðu-
maður MHÍ situr í fastaráði þessara sam-
taka (The Permanent Council of the 1U-
AES) og sat m. a. fundi þess í Róm 3.—4.
maí 1976.
2. Institut International d’Anthropologie.
3. European Anthropological Associa-
tion. Forstöðumaður MHÍ var einn af
stofnendum þessa félags og tók sæti í ráði
þess (The Council ofthe EAA) 1977. Hann
starfaði 1975—77 í nefnd, sem vann að
eflingu samstarfs evrópskra mannfræðinga
og sat fundi hennar í París, Zagreb, Brússel
og Fiesole; vann m. a. að undirbúningi EAA
og sótti fyrstu ráðstefnu félagsins í Zagreb
1,—3. sept. 1977.
Forstöðumaður MHÍ á sæti í ráðgjafa-
nefnd mannfræðitímaritsins Human Evo-
lution og í ritstjórn mannfræðitímaritsins
Mankind Quarterly.
Vorið 1976 dvaldi forstöðum. MHÍ þrjá
mánuði í boði Alexander von Humboldt-
Stiftung (vísindastyrktarstofnun) í Vestur-
Pýskalandi og kynnti sér starfsemi mann-
fræðistofnana þar og flutti erindi um ís-
lenska mannfræði (sbr. ritskrá).
22.—28. júlí 76 var að frumkvæði MHÍ
haldin ráðstefna nokkurra íslenskra og
norður-amerískra vísindamanna í Háskóla
íslands, er fjallaði um tillögur forstöðum.
MHÍ um víðtækar mannfræðilegar saman-
burðarrannsóknir á íslendingum austan
hafs og vestan og æskilegt samstarf inn-
lendra og erlendra vísindamanna á þessu
sviði og ýmsum öðrum, svo sem lífeðlis-
fræði, faraldsfræði, félagsfræði, sálfræði,
ættfræði, sagnfræði. Mörg erindi voru flutt á
fundinum. — Aðal tilgangur rannsókna:
könnun á tíðni og þróun ýmissa einkenna
íslenska kynstofnsins í ólíku landfræðilegu,
líffræðilegu og þjóðfélagslegu umhverfi. —'
Rektor Háskóla íslands setti ráðstefnuna.
9.—10. júlí 1977 var fundur samstarfs-
nefndar íslenskra og norður-amerískra
vísindamanna um ofannefndar samanburð-
arrannsóknir haldin í Manitobaháskóla t
Winnipeg, Kanada. Jóhann Axelsson,
stjórnarformaður MHÍ, og Jens Pálsson,
forstöðumaður, sóttu fundinn.
20.—24. sept. 1977 sat forstöðum. MHÍ,
ráðstefnu þýska mannfræði- og mann-
erfðafræðifélagsins (Deutsche Gesellschafí
fiir Anthropologie und Humangenetik) og
flutti þar erindi í boði félagsins (sbr.
ritskrá).
5. okt. 1977 gaf Alexander von Hurn-
boldt-Stiftung MHÍ tvær rafeindavélar o. fl-
tilheyrandi, sem Iétt hefur mjög úrvinnslu
gagna MHÍ.
Haustið 1978 var annar fundur fyrrget-
innar nefndar ísl. og norður-amerískra vís-
indamanna haldinn í Manitobaháskóla. Pur
skýrði forstöðum. MHÍ m. a. frá lýðfræði-
legri gagnasöfnun sinni, sem ætlunin er að
byggja síðari rannsóknir á.
Jens Pálsson