Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 82
80
Árbók Háskóla íslands
Gísli Jónsson prófessor: Nýting raforku
til flutninga (11. maí 1977).
Veturinn 1977—1978 var aftur fluttur
annar flokkur útvarpserinda á vegum
deildarinnar um rannsóknir í deildinni, að
þessu sinni 10 erindi. Fer skrá yfir þau hér á
eftir:
Valdimar K. Jónsson prófessor: Orku-
sparnaður í fiskimjölsverksmiðjum (22.
nóv. 1977).
Jónas Bjarnason dósent: Nœringargildi
eggjahvítuefna (6. des. 1977).
Oddur Benediktsson dósent: Rannsóknir
og kennsla í rafreiknifrœði (20. des. 1977).
Helgi Björnsson sérfræðingur: Könnun á
jöklum meðrafsegulbylgjum (3. jan. 1978).
Júlíus Sólnes prófessor: Vindálag og
vindorka á íslandi (17. jan. 1978).
Páll Theodórsson sérfræðingur: Arðsemi
rannsókna (31. jan. 1978).
Guðni Alfreðsson dósent: Salmonella
sýklar, sérkenni þeirra og útbreiðsla (14.
febr. 1978).
Örn Helgason dósent: Hagnýtar geisla-
mœlingar (28. febr. 1978).
Reynir Axelsson sérfræðingur: Um nyt-
semistœrðfrœðirannsókna (14. mars 1978).
Unnsteinn Stefánsson prófessor: Haf-
frœði — nýjar kennslugreinar og rann-
sóknasvið við Háskólann (28. mars 1978).
Til kynningarinnar í fjölmiðlum var efnt í
nóvember árið 1977. Var fyrst haldinn
blaðamannafundur og síðan var frétta-
mönnum boðið að skoða húsnæði deildar-
innar og stofnana hennar, kynna sér starf-
semina og taka myndir og viðtöl.
,,Rannsóknaskrá 1976“ nefndist fjölrit-
aðurbæklingur, 120 bls., er út kom á vegum
deildarinnar og stofnana hennar vorið
1977. Efni ritsins skiptist svo, að fyrst er lýst
í stórum dráttum starfsemi deildarinnar. í>á
er skrá um stjórnendur rannsóknarverk-
efna og önnur um rannsóknarverkefni, sem
unnið var að á árinu 1976 á vegum deildar-
innar og stofnana hennar, þ. e. Raunvís-
indastofnunar háskólans og Líffræðistofn-
unar háskólans. Lengsti kafli bókarinnar er
svo stutt lýsing hvers verkefnis fyrir sig.
Loks er í bæklingnum skrá um stjórnir og
starfslið deildarinnar og stofnananna
tveggja í árslok 1976, svo og eru birtar
reglugerðir þeirra. Dr. Guðmundur Egg-
ertsson, deildarforseti, og Sveinbjörn
Björnsson, stjórnarformaður RH, höfðu
einkum veg og vanda af útgáfu rits þessa.
„Rannsóknaskrá 1977—1978,“ er út
kom vorið 1979, er framhald fyrra ritsins og
mjög í sama sniði en stærra, eða nær 170
bls., enda nær það yfir tvö ár. Þar er sú
nýjung upptekin að birt er skrá um ritstörf
o. fl. Verkfræðistofnun Háskóla íslands,
sem tók til starfa á árinu 1978, er aðili að
þessari skrá auk deildarinnar og fyrrtaldra
stofnana hennar. Þá er í ritinu kynnt
Reiknistofnun háskólans, sem raunar er
sjálfstæð stofnun og ekki í tengslum við
deildina. Dr. Leó Kristjánsson annast rit-
stjórn og útgáfu bókarinnar.
Kennsluskrárnefnd deildarinnar 1978—-
1979 var falið að sjá um enska þýðingu á
námslýsingum deildarinnar í kennsluskrá
háskólans svo og útgáfu þeirra, en slíkt var
mikið nauðsynjaverk þar eð mjög margir
þeirra er útskrifast frá deildinni fara strax
að námi hér loknu, eða síðar, til framhalds-
náms við erlenda háskóla og þurfa þá á
námslýsingum að halda við mat skólanna á
náminu hér. Lýsing á námi í verkfræði var
gefin út á ensku árið 1974, en vegna breyt-
inga á námsefni var hún orðin algerlega
úrelt.
Nefndin safnaði saman þýðingum a