Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 66
64
Árbók Háskóla íslands
hér að framan hafa það einkum verið sagn-
fræðistúdentar í sumarvinnu eða með námi.
Rekstrarfé fær stofnunin að mestu af
fjárlögunt (lið í fjárveitingu til háskólans).
Einnig hlaut hún 1978 og 1979 styrki frá
hugvísindadeild Vísindasjóðs til rannsókna
á Skaftáreldum og Móðuharðindum.
Þrír menn sitja í stjórn stofnunarinnar,
einn stúdent í sagnfræði og tveir kennarar,
Orðabók háskólans
Starfsemi Orðabókar háskólans hefur farið
fram með svipuðum hætti á árabilinu
1976—79 og á næstu árum á undan. Lengst
af höfðu fastir starfsmenn orðabókarinnar
verið þrír, en á árinu 1975 bættist Gunn-
laugur Ingólfsson í hópinn, svo að þeir urðu
fjórir. Um áramótin 1977—78 lét dr. Jakob
Benediktsson, sem verið hafði forstöðu-
maður orðabókarinnar frá upphafi, af
störfum fyrir aldurs sakir. Ásgeir Bl. Magn-
ússon var þá settur forstöðumaður í hans
stað til tveggja ára eða til ársloka 1979, er
hann iét líka af störfum fyrir aldurs sakir.
Þegar Ásgeir var settur forstöðumaður
losnaði staða hans við orðabókina. Var hún
auglýst og urðu umsækjendur fjórir. Guð-
rúnu Kvaran var veitt staðan og var sett til
að gegna henni til eins árs frá 1. jan. 1978
að telja; í desember 1978 var hún svo
skipuð í starfið.
Lausráðið fólk hefur starfað við Orðabók
háskólans á þessu árabili líkt og á næstu
árum á undan, ýmist hluta úr degi eða
nokkra mánuði (t. d. að sumri til), eftir því
sem fé hefur enst til hverju sinni. Hefur það
unnið við seðlaröðun, uppskriftir úr bréfum
hlustenda o. fl. Þá hafa og einstaklingar úti í
bæ skrifað seðla upp úr bókum, sem merkt
og er annar þeirra forstöðumaður. Prófess-
or Björn Þorsteinsson var forstöðumaður
1976 og lét af því starfi í árslok 1977. Pró-
fessor Ólafur Hansson veitti stofnuninni
síðan forstöðu þar til hann lét af embætti
sumarið 1979. Björn Þorsteinsson tók þá
við á ný til bráðabirgða fram á árið 1980.
Gunnar Karlsson
hefur verið í, fyrir ákveðna borgun á seðil;
og hefur sú tilhögun tíðkast alllengi.
Segja má að þegar hafi verið orðtekin
flestöll tiltæk rit frá 16., 17., 18., og 19. öld,
en þar eru þó Alþingistíðindin enn eftir.
Mörg rit frá 20. öld hafa líka verið orðtekin,
en margt er þar eftir sem orðtaka þarf.
Orðabókarmenn hafa eins og áður annast
vikulega þætti um íslenskt mál í Ríkis-
útvarpinu að vetrinum, og hafa þeir reynst
orðabókinni notadrjúgir. Annars er seðla-
magn það sem safnast á ári hverju dálítið
mismunandi, kannske þetta 70—100 þús-
und seðlar, og fer það bæði eftir fjölda
lausavinnufólks og því hversu gjöful þau rit
reynast sem við er fengist hverju sinni. I
heildarseðlasafni orðabókarinnar í árslok
1978 töldust vera 2.156.820 seðlar, þar af
allt að 200 þúsund í talmálssafni.
Þá er þess að geta að sumarið 1978 fór
Gunnlaugur Ingólfsson til Bandaríkjanna
og dvaldist þá m. a. nokkra daga í NeW
York og Springfield, Mass. til að kynna sér
orðabókarstörf Random House Inc-
(Random House Dictionary) og G. et C.
Merriam Co. (Webster’s Third New Inter-
national Dictionary). Fékk hann til þessar-
ar farar nokkurn styrk úr Sáttmálasjóði.