Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 226
224
Árbók Háskóla íslands
Viðbótarúthlutun tækjakaupafjár.
Til úthlutunar voru 20 milljónir. TiIIögur
framkvæmdafjárlaganefndar voru þessar:
Sjúkraþjálfun Millj. kr. 8,0
Verkfr,- og raunv.deild 8,0
Þar af vegna matvælafræði ..., 5,0
Læknadeild v/kennslu á Borgarsp. . 1,5
Heimspekideild v/máltölvunar .... 1,0
Sameiginlegar þarfir L5
Samtals 20
Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.
12.10.78.
1979
Framkvæmdafjárlaganefnd hefur gert til-
lögu um úthlutun tækjakaupafjár 1979,
svohljóðandi:
Kr.
Guðfræðideild ................. 150.000
Læknadeild ................. 19.000.000
Lagadeild ..................... 350.000
Viðskiptadeild .............. 1.250.000
Heimspekideild ................ 500.000
Verkfr,- og raunv.deild ... 30.000.000
Tannlæknadeild .............. 1.500.000
Félagsvísindadeild .. 2.500.000
Lyfjafræði lyfsala .......... 2.000.000
Hjúkrunarfræði ................ 250.000
Sjúkraþjálfun ............... 1.000.000
íþróttakennsla ................ 500.000
Mannfræðistofnun .. 1.000.000
60.000.000
Tillagan var samþykkt einróma.
15.03.79.
Minningarsjóður Aðalsteins
Kristjánssonar
Forseti lagadeildar gerði grein fyrir gjöf
Aðalsteins Kristjánssonar. Upphaflega var
samkvæmt erfðaskrá Aðalsteins ætlunin að
verja vöxtum af arfinum til þess að stofna
kennarastól í náttúruvísindum, en sam-
kvæmt drögum að samningi, sem fram voru
lögð, er vöxtum af höfuðstól, er varðveita
skal í Kanada, varið til þess að styrkja
rannsóknir í náttúruvísindum, svo sem líf-
eðlisfræði, náttúrufræði, eðlisfræði, landa-
fræði, grasafræði, efnafræði, jarðeðlisfræði
og haffræði.
Breyting þessi er til komin vegna þess, að
vextir af arfinum, sem munu vera um 100
þúsund dollarar, nægðu ekki fyrir launum
kennara í fullu starfi.
Rektor var samhljóða heimilað að
undirrita samninginn af hálfu Háskóla
íslands. Mun skipulagsskrá samin a
næstunni.
23.09.76.
Lögð fram drög að skipulagsskrá fyrir
Minningarsjóð Aðalsteins Kristjánssonar
og drög til samnings milli Háskóla íslands
og Royal Trust Company í Kanada um
ávöxtun sjóðsins. Einnig iagt fram bréf d>-
Ármanns Snævarr, forseta hæstaréttar,
dags. 29. des. s. I. Dr. Ármann Snævarr
mætti á fundinum, er þessi dagskrárliður
var ræddur, enda hefur undirbúningsstarf
allt hvílt á hans herðum. Skipulagsskráin og
samningsdrögin voru síðan borin undir at-
kvæði og samþykkt samhljóða.
12.01.78.
Lagt fram bréf dómsmálaráðuneytisins,
dags. 20. f. m., um að staðfest hafi verið
skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Aðal-