Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 137
íþróttahús háskólans
135
er undirhúningur vel á veg kominn og allt
útlit fyrir góða þátttöku.
l-okaorð
Ahugi stúdenta á líkamsrækt og íþróttum
hefur stóraukist síðasta áratuginn, fyrst og
fremst vegna aukins skilnings á gildi íþrótta
fyrir kyrrsetumenn. íþróttirnar eru einnig
sterkur þáttur í félagslífinu. Nemendur úr
ohum deildum háskólans hittast oft í viku
hverri til sameiginlegra íþróttaiðkana.
hannig verka íþróttirnar ntjög jákvætt á
skólalífið, auk þess sem þær eru óþrjótandi
heilsubrunnur og gleðigjafi þeim, sem
Þeirra njóta.
Valdimar Örnólfsson
Jón Þorvarðsson: Glímuför íslenskra
stúdenta til Kiel í Þýskalandi 1929
Alþjóð er kunnugt um tíðar utanfarir ís-
lenskra íþróttaflokka á seinni árum og
heimsóknir erlendra hingað.
En fyrir hálfri öld var sjaldgæft, að fréttir
hærust um utanfarir íslenskra íþrótta-
rnanna, svo að á fyrstu þremur áratugum
Þessarar aldar mun mega telja þær ferðir á
hngrum annarrar handar.
I3að mun því hafa vakið nokkra athygli,
aö 6. júní 1929 kom fréttagrein í Morgun-
hlaðinu með yfirskriftinni: „íslenskir
glímumenn fara til Kiel og sýna þar glímu á
■þróttamóti þýsk-norrænna stúdenta."
^rreinin hófst þannig: „Vikuna 14.—21.
júní verður í Kiel haldin þýsk-norræn
stefna, er nefnist Nordisch-Deutsche
^oche fiir Kunst und Wissenschaft. Koma
Þar aðeins fram hinar germönsku þjóðir,
Norðurlandabúar og Þjóðverjar. Verða þar
allskonar listsýningar, hljómleikar haldnir,
söngvarar láta til sín heyra, vísindamenn
flytja fyrirlestra o. s. frv. En fyrstu 3 dag-
arnir eru helgaðir íþróttum, og taka ekki
aðrir þátt í þeim en háskólaborgarar. Verða
þar sýndar allar helstu íþróttir, og keppni
fer fram bæði einstaklinga og þjóða í milli í
ýmsum greinuni þeirra." Þá segir ennfrem-
ur í fréttagreininni:
„Fyrir einu ári var stofnað íþróttafélag
Háskólans hérna og er formaður þess
Guðmundur Karl Pétursson stud. med.
Hefur félag þetta sýnt mikinn áhuga síðan
það var stofnað og iðkað ýmsar íþróttir.
Forstöðunefnd Kielarvikunnar hefir boðið
félagi þessu að senda menn þangað til þess
að sýna íslenska glímu. Boðinu var tekið, og
í gærkvöldi lögðu 9 gh'mumenn úr íþrótta-
félagi Háskólans á stað með Dronning
Alexandrine." Síðan eru talin upp nöfn
þátttakenda, sem allir voru þá úr lækna-
deild, nema einn, úr guðfræðideild.
í lok greinarinnar segir: ,,Á þýsk-nor-
rænu vikunni í Kiel á ísland einn fulltrúa
enn, dr. Ágúst H. Bjarnason, prófessor.
Hann hefir nú verið í Kaupmannahöfn að
undanförnu sem fulltrúi Háskóla íslands á
450 ára afmælishátíð Hafnarháskóla. En
þaðan fer hann til Kiel, einnig sem fulltrúi
Háskólans hér og verður einn meðal þeirra
vísindamanna, sem flytja þar fyrirlestra."
Petta var frásögn Morgunblaðsins.
En víkjum nánar að tilhögun ferðarinnar
og undirbúningi hennar.
Er þá fyrst frá því að segja, að 21. janúar
1928 var stofnað íþróttafélag Háskóla ís-
lands og var fyrsti formaður þess Porgrímur
Sigurðsson guðfræðinemi. Áður höfðu
stúdentar að sjálfsögðu stundað íþróttir í
íþróttafélögum Reykjavíkur og keppt fyrir
þau á íþróttamótum. Pannig var stúdent í
lögfræðideild, Hermann Jónasson, síðar