Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 228
226
Árbók Háskóla íslands
VII. Málefni stúdenta
Úthlutunarreglur L. í. N.
Reglur þær, er stjórn Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hefur samið um námslok,
námslengd, námsbrautarskipti og tilskilinn
námsárangur, voru til umræðu. Fulltrúar
stúdenta lögðu fram harðorð mótmæli gegn
reglunt þessum. Rektor lagði fram svofellda
tillögu:
„Háskólaráð telur, að tillögur þær, sem
nú liggja fyrir frá stjórn LÍN að reglum um
námslok, námslengd, námsbrautarskipti og
tilskilinn námsárangur séu þess eðlis, að
nauðsynlegt sé að þær verði kannaðar nán-
ar innan Háskóla íslands, áður en þær hljóti
staðfestingu, þar sem líkur eru á því, að þær
geti í sumum tiivikum torveldað eðlilegan
námsferil nemenda við Háskóla íslands eða
jafnvel hrakið þá frá námi.
Háskóli íslands hefur hvorki haft tæki-
færi til að fylgjast með saniningu þessara
reglna né hversu þær falla að námsferli
innan hinna ýmsu deilda, enda hefur há-
skólaráð ekki aðild að sjóðstjórninni.
Pað eru eindregin tilmæli háskólaráðs til
menntamálaráðuneytisins, að gildandi
reglum unt þessi atriði verði ekki breytt við
næstu úthlutun, en ráðið lýsir sig reiðubúið
til að skipa sérstaka nefnd til að kanna þær
tillögur, sem fram hafa komið í málinu og
láta í té umsögn um þær.“
Lýstu fulltrúar stúdenta fylgi við tillögu
rektors. Háskólaráðsmenn töldu óeðlilegt,
að stjórn Lánasjóðs ísl. námsmanna færi
með reglum þessum að seilast til áhrifa á
skipulagningu náms í hinum ýmsu deildum
og námsbrautum háskólans. Miklu nær
væri, að útlánareglur lánasjóðs væru aðlag-
aðar þeim reglum um námsframvindu, sem
í háskólanum gilda. Tillaga rektors var síð-
an samþykkt einróma.
27.01.77.
Lagt fram bréf Stúdentaráðs, ódagsett,
ásamt breyttum reglum Lánasjóðs íslenskra
námsmanna um námslok, námslengd.
námsbrautarskipti og tilskilinn námsárang-
ur. Er í bréfinu m. a. til þess mælst, að
háskólaráð skipi nefnd til þess að kynna
stjórn L. í. N. aðstæður innan deilda
háskólans, er varða eðlilega náms-
framvindu. Af þessu tilefni lagði rektor
fram svofellda tillögu:
„Háskólaráð samþykkir, að skipuð verði
þriggja ntanna nefnd til að láta háskólaráði i
té umsögn um framkomnar reglur uW
námslok, námslengd, námsbrautarskipti °S
tilskilinn námsárangur. Sérstaklega er ætl-
ast til þess, að fram komi í álitsgerð nefnd-
arinnar, hvernig reglur þessar falla að eðh-
Iegri námsframvindu í einstökum deildum
og námsbrautum Háskóla íslands, þannig
að álitsgerðin geti orðið stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna og menntamáL'-
ráðherra til upplýsinga við næstu endur-
skoðun úthlutunarreglna, sem verður á von
komanda. Nefndin hafi náið samstarf vi
deildarforseta og formenn námsbrautar
stjórna um mál þetta. Kennslustjóri Ha
skóla íslands verði formaður nefndarinnar.
en auk hans eigi sæti í nefndinni etnu
deildarforseti og einn fulltrúi stúdenta-
Tillagan var borin undir atkvæði og sam
þykkt einróma. , .
Úr hópi deildarforseta var kjörinn f’þrir
Einarsson og úr hópi stúdenta Kristinn Ag-
Friðfinnsson. __
10.02.77-