Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 112
110
Árbók Háskóla íslands
Verkfræðistofnun Háskóla
íslands
Verkfræðistofnun Háskóla íslands var
stofnuð með reglugerð sem tók gildi I. jan-
úar I978. Samkvæmt 2. grein reglugerðar-
innar er hlutverk Verkfræðistofnunar:
— að efla rannsóknir á sviði tækni- og
verkvísinda
— að meta, samræma og fylgjast með
framkvæmd rannsóknaverkefna há-
skólakennara í verkfræðigreinum
— að útvega aðstöðu fyrir rannsóknir og
verklegar æfingar til þess að styrkja
kennslu í verkfræðigreinum
— að stuðla að nánu samstarfi við rann-
sóknastofnanir utan Háskóla íslands
um rannsóknaverkefni og sem besta
nýtingu rannsóknaraðstöðu og tækja
— að auka tengsl starfsmanna stofnunar-
innar við atvinnulífið, m. a. með því að
vera til ráðuneytis og vinna að lausn
ýmissa þeirra vandamála, sem krefjast
sérþekkingar og rannsóknaraðstöðu,
sem til eru innan stofnunarinnar.
Ýmsar ástæður voru fyrir því að Verk-
fræðistofnun var stofnuð og má þar nefna:
1. Nauðsynlegt er, að kennarar í verk-
fræðigreinum viðhaldi sérfræðilegri
þekkingu sinni með rannsóknastörfum
til þess að gæði kennslunnar verði sem
mest.
2. Ef vel á að vera, er æskilegast að kennsla
og rannsóknir í verkfræðigreinum fari
að mestu leyti fram á sama stað.
3. Segja má, að farvegur rannsókna innan
háskólans sé í gegnum stofnanir og því
nauðsynlegt að hafa stofnun, ef stunda á
rannsóknir í verulegum mæli innan
skólans.
4. Æskilegt verður að teljast, að rann-
sóknir séu að mestu innan einnar og
sömu stofnunar. Opnast þá meðal ann-
ars möguleikar á rannsóknaverkefnum,
sem spanna yfir fleiri en eitt svið verk-
fræðinnar.
5. Nauðsynlegt er að skapa kennurum í
verkfræði starfsaðstöðu til að sinna
rannsóknarskyldu sinni, sem er 40% af
starfi.
6. Þörf er á að nýta þekkingu og reynslu
kennara í verkfræði til úrlausnar marg-
víslegra hagnýtra verkefna. Mörg þess-
ara verkefna eru þess eðlis, að þau eru
ekki í verkahring annarra stofnana hér-
lendis.
7. Rannsóknastarfsemi leiðir af sér sam-
skipti við erlenda vísindamenn og stofn-
anir, sem ella væri ekki grundvöllur
fyrir, og stuðlar þannig að því, að er-
lendar tækninýjungar og framfarir berist
fyrr til landsins.
8. Verkfræðinemar þurfa að vera í snert-
ingu við virka rannsóknastarfsemi í
verkfræðigreinum og helst að taka sjálfir
þátt í rannsóknum á síðustu námsárum
sínum.
Samkvæmt 4. grein í reglugerðinni er stjórn
stofnunarinnar skipuð fjórum mönnum,
þrem kjörnum af deildarráði verkfræði- og
raunvísindadeildar til tveggja ára í senn úr
hópi fastra háskólakennara og sérfræðinga,
sem starfa við stofnunina, að fengnum til-
lögum starfsliðs stofnunarinnar, og einum
kjörnum af Félagi verkfræðinema. Af hálfu
háskólakennara hefur stjórnin undanfarin
tvö ár verið skipuð Porbirni Karlssyni, sem
verið hefur formaður stjórnar, Júlíusi Sól-
nes og Sigfúsi Björnssyni. Fulltrúar stúd-
enta hafa verið kjörnir miðað við háskóla-
árið, og hafa þeir verið Páll Valdimarsson,