Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 134
132
Árbók Háskóla íslands
koma upp sundlaug við húsið, en það komst
aldrei í framkvæmd. Að öllum líkindum
réði þar nokkru um andstaða stúdenta gegn
íþróttaskyldunni. Að minnsta kosti þurfti
ekki Iengur laug til að framfylgja henni,
þegar búið var að leggja hana niður.
Fljótlega eftir að undirritaður kom til
starfa við háskólann fór hann að gæla við
hugmyndina að fá sundiaug í suðurkrika
íþróttahússins. Málið var tekið upp við
stjórnarnefnd íþróttahússins, sem sett hafði
verið á laggirnar í nóv. 1969, og í tillögum til
eflingar íþrótta við háskólann dags. í febr.
1971 er lagt til, að komið verði sem fyrst
upp sundlaug við íþróttahúsið. Guðlaugur
Þorvaldsson rektor skipaði nefnd til þess að
kanna málið 1973, en það er ekki fyrr en
1979, að skriður kemst á hlutina og Guð-
mundur Magnússon rektor felur undirrit-
uðum og byggingastjóra háskólans að gera
tillögur um stærð og gerð laugar ásamt
kostnaðaráætlun. Hefur háskólaráð sam-
þykkt byggingu laugar og telur það bestu
lausn á sundmálinu úr því sem komið er.
Stendur aðeins á samþykki viðkomandi
ráðuneyta, til þess að unnt sé að hefjast
handa um laugarbyggingu.
Hvað framkvæmdir frá 1976 varðar, var
lokið við að innrétta gufubað í kjallara
íþróttahússins og það tekið í notkun í apríl
vorið 1978. Er það eitt besta gufubað í
borginni, og ríkir mikil ánægja með það.
Nýr húsvörður, Hjálmar Kristjánsson, var
ráðinn 1. jan. 1977 til aðstoðar Magnúsi
Pétussyni, sem hefur verið húsvörður allt
frá 1957 og Ieyst starf sitt frábærlega vel af
hendi. íþróttahúsið er opið frá kl. 8 á
morgnana fram til kl. 23 á kvöldin, og er
fullskipað í alla tíma og dugir eigi til, og hafa
verið fengnir milli 30 og 40 tímar á viku í
íþróttahúsi Kennaraháskólans og íþrótta-
húsi K. R. Prátt fyrir það skortir enn
húsnæði til íþróttaiðkana, eins og hefur
verið minnst á hér að framan.
Almennar íþróttir
íþróttir sem eru á kennsluskrá og mest eru
iðkaðar í háskólanum eru: leikfimi (almenn
leikfimi), skíðaleikfimi, jazzleikfimi,
þrekæfingar, ,,tramparastökk“ (stökk á
trampolini), júdo, lyftingar, blak, körfu-
knattleikur, knattspyrna, hnit (badminton)
og skíðaíþróttir.
Skokkið hefur ekki enn þá náð neinni
verulegri útbreiðslu meðal stúdenta, þó að
telja megi, að aðstaða sé mjög góð í kring-
um háskólann með Hljómskálagarðinn og
Vatnsmýrina rétt hjá. Kennarar sækja
leikfimi hins vegar nokkuð vel, og hafa
konur í kennaraliðinu nú einnig fengið
sértíma, en þær hafa til þessa verið í leikfimi
með stúdínum.
Auk fimleikastjóra kenna nokkrir að-
stoðarkennarar, sem hver er sérfræðingur i
sinni grein. Þeir eru: Halldór Jónsson, sem
kennir blak, Edda Guðgeirsdóttir kennir
leikfimi, Birgir Örn Birgis og Trent Smock,
sem kenna báðir körfuknattleik, Sigurður
Jóhannsson, júdókennari.
Þrekmælingar eru fastur liður í starf-
seminni. Geta allir nemendur háskólans,
hvort sem þeir æfa íþróttir eða ekki, fengið
ókeypis mælingu á ákveðnum tímum 1
stundaskránni og eftir umtali við fimleika-
stjóra. Eru mælingarnar einkum vinsælar
meðal þeirra, sem æfa reglulega, til þess að
fylgjast með árangri æfinganna. Mæling'
arnar gefa nokkuð áreiðanlegar upplýsing'
ar um Iíkamlegt ástand manna og ýtir við
þeim, sem fá slæma mælingu og örvar þá til
líkamsræktar.