Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 98
96
Árbók Háskóla íslands
slíkra rannsókna stóreykst ef aldur bergsins
er þekktur, t. d. með geislavirkni-aldurs-
greiningu, en slíkar mælingar eru á fárra
færi. Þá má nota niðurstöðurnar til saman-
burðar við niðurstöður á öðrum svæðum og
m. a. áætla aldur setlaga víða um heim og
aldur gosbergs á úthafsbotnum.
Á íslandi eru góð skilyrði til þessara
rannsókna, og 1973 tókst samvinna við
jarðfræðinga á Orkustofnun og tvær er-
lendar stofnanir um kortlagningu og sýna-
söfnun til segulstefnumælinga og aldurs-
greininga á nokkrum svæðum. Styrkir
fengust til þessa úr Vísindasjóði Bandaríkj-
anna og víðar að. Sýnum hefur verið safnað
úr yfir 2000 hraunum, oft við háskalegar
aðstæður í bröttum giljum og klettabeltum.
Niðurstöður hafa verið að birtast, frá 1976,
í þekktum tímaritum og vakið nokkra
athygli, en lokið verður við frágang niður-
staðna úr þessari samvinnu vorið 1980.
c. Jöklarannsóknir (HB)
Um 11 % íslands eru þakin jöklum, og láta
mun nærri, að þriðjungur af virkjanlegu
vatnsafli falli frá þeim. Margar jökulár hafa
þegar verið virkjaðar og mikil brúarmann-
virki reist á jökulsöndunum. Aukin þekk-
ing á jöklum landsins eykur öryggi við slíkar
framkvæmdir. Mikilvægur liður í jökla-
rannsóknum er að meta áhrif jöklabreyt-
inga á jökulárnar. Farvegir ánna eru raktir
undir jöklum og metnar líkur á, að þær
breyti um fall og hætti að veita vatni undir
brýr og til virkjana. Eldstöðvar, jarðhita-
svæði og vatnslón undir jöklum eru könnuð
og Iíkur metnar á tjóni af völdum jökul-
hlaupa við vegi, byggð og rafstöðvar í
jökulám.
Frá árinu 1976 hefur Raunvísindastofn-
un unnið að könnun á landi undir jöklum
landsins. Til þeirra mælinga smíðuðu
starfsmenn stofnunarinnar tæki, sem nefnt
hefur verið íssjá. Tækið vinnur þannig, að
rafsegulbylgjur eru sendar niður í jökulinn.
Pær endurkastast frá lögum inni í ísnum og
botni og berast upp á yfirborð jökulsins á
ný. Tækið mælir tímann, sem byigja er að
berast niður um ísinn og til baka, ogþar sem
hraði hennar er þekktur, má finna dýpi
niður á botn jökulsins og lög inni í honum.
Sé tækið fært úr stað á yfirborði jökuisins,
skráir það dýpi jökulsins líkt og dýptar-
mælir í skipum skráir sjvarbotn. íssjáin
skynjar einnig endurkast innan úr jöklinum
og skráir t. d. öskulög í jöklinum líkt og
dýptarmælir fisktorfur í sjó. Gagn þessa
tækis við jöklarannsóknir er sambærilegt
við gagn dýptarmælis við hafrannsóknir.
Fram til þessa hefur land verið kannað á
hluta Mýrdalsjökuls og nyrsta hluta
eldvirka svæðisins undir Vatnajökli, sem
afmarkast af Bárðarbungu, Kverkfjöllum,
Grímsvötnum og Pálsfjalli. Af helstu
niðurstöðum má nefna, að mikil eldstöð
kom í ljós í Bárðarbungu. Enginn hryggur
tengir Grímsfjall við Kverkfjöll eða Bárð-
arbungu, heldur eru þessar eldstöðvar að-
skildar og allt að 900 m þykkur ís milli
þeirra.
Undir Mýrdalsjökli virðist liggja hryggur
í norðvestur frá Háubungu að merkurjökli-
Markar hann vatnskil þannig, að gjósi
austan hans fellur jökulhlaup niður Mýr-
dalssand. Gjósi vestan hans fer hlaup niður
á Sólheimasand.
Vorið 1979 unnu starfsmenn stofnunar-
innar að mælingum með íssjánni á jöklum i
Lapplandi í Norður-Svíþjóð að beiðni
Stokkhólmsháskóla. Jafnframt var Banda-
rísku jarðfræðastofnuninni veitt aðstoð við
mælingar á Columbia Glacier í Alaska.
Vísindasjóður hefur styrkt verkefnið a