Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 135
íþróttahús háskólans
133
^þróttafélag stúdenta
Iþróttafélag stúdenta sér sem fyrr unt þá
nliö íþrótta, sem að keppni snýr, og nýtur til
Pess stuðnings háskólans og fimleikastjóra.
^aga í. S.- (eins og nafn félagsins er
skammstafað nú, kemur í stað í. H. — því
uPphaflega hét það íþróttafélag Háskól-
ans) var rakin í stórum dráttum í síðustu
^rbók. Var þar getið fyrstu utanfarar fé-
dgsins, til Kielar 1929. Séra Jón Por-
V arösson, sem nú hefur látið af störfum, var
'neðal þátttakenda í þeirri ferð. Fór ég þess
d leit við hann, að hann ritaði grein um
orina og birtist hún hér í Árbókinni.
janúar 1978 varð í. S. 50 ára. í af-
nicelishófi, sem haldið var af því tilefni, voru
elílginu færðar góðar gjafir og margar
rteður haldnar, þar sem félaginu var þakkað
ramlag þess til líkamsræktar við háskólann
°g rþrótta í landinu. En eins og áður hefur
, 0rn’ð fram hafa stúdentar átt drjúgan þátt í
. 1 að efla og koma á framfæri ýmsum
. nattleikjum, einkum þó körfuknattleik og
°laki. Meðal gjafa voru 250.000,- krónur
a menntamáiaráðuneytinu og sama upp-
cEð frá háskólanum, fagur keramíkvasi
áletraðri silfuplötu frá íþrótta-
sanibandi íslands og áletraður askur frá
Próttabandalagi Reykjavíkur. Geta má
Pess, að íþróttafélag stúdenta er eitt af
st°fnfélögum í. B. R.
^ Núverandi formaður í. S. er Halldór
^nsson viðskiptafræðingur, en hann tók
V'1 lormennsku af Brynjólfi Haukssyni
'ækni 1976.
lúdentar voru sigursælir á afmælisárinu.
rðu þeir m. a. íslandsmeistarar í blaki og
, 1 arhafar í körfuknattleik, hvorttveggja í
arlaflokkum. Sigurinn í bikarkeppninni
.eitti þeim rétt til þess að taka þátt í Evr-
0Pukeppni bikarhafa í körfuknattleik.
Fengu þeir sem keppinaut F. C. Barcelona.
Keppt var bæði hér og á Spáni og sigruðu
Spánverjar í báðum leikjum eins og búist
hafði verið við, þar sem þeir eru meðal
bestu körfuknattleiksþjóða í Evrópu. Stúd-
entar börðust þó vel og voru til sóma.
Sprettharðir stúdentar færðu félagi sínu
einnig afmælisgjöf með því að sigra í Tjarn-
arboðhlaupi framhaldsskólanna. Stúlkurn-
ar héldu einnig vel upp á afmælið. Þær
gerðu sér lítið fyrir og urðu bæði íslands-
meistarar og bikarhafar í körfuknattleik.
Árið á undan höfðu þær unnið sér það til
frægðar að verða Norðurlandameistarar í
keppni háskólaliða í Danmörku. Blak-
stúlkurnar hafa einnig staðið sig vel og unnu
þrjá meistaratitla á árinu 1979 í Reykjavík-
urmeistaramóti, Bikar og skólameistara-
mótum.
Eins og tekið varfrant í síðustu Árbók, er
íþróttafélag stúdenta í Norðurlanda-
sambandi stúdenta um íþróttir, N. A. I. F.,
og Alþjóðasambandi stúdenta, F. I. S. U.
Hafa samskipti verið talsverð við háskólana
á Norðurlöndum og innan sambandsins,
þar sem íþróttafélag stúdenta á fulltrúa í
framkvæmdastjórn þess. Auk þess sem
meistaramót háskóla eru haldin, er einnig
boðið upp á námskeið í ýmsum greinum,
fjalla- og jöklaferðir, róðra og siglingar
o. s. frv. N. A. I. F. hefur einnig staðið fyrir
útgáfu á upplýsingariti urn íþróttasambönd
háskóla á Norðurlöndum, og sá undirritað-
ur um hlut íþróttafélags stúdenta í því riti.
Alþjóðasambandið gengst fyrir
heimsmeistaramótum bæði í sumar og
vetraríþróttum. Eru þau haidin annað hvert
ár. Samtímis eru allsherjarþing sambands-
ins haldin.
Síðustu sumarleikar fóru fram í septern-
ber 1979Í Mexico. Sendu Mexicanir hingað