Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 114
VIÐSKIPTADEILD OG FRÆÐASVIÐ HENNAR
Áriö 1938 kom þáverandi ríkisstjórn á fót
nýjum skóla, Viðskiptaháskóla íslands,
sem annast skyldi kennslu í viðskiptafræð-
um á háskólastigi og hafa það sérstaka hlut-
verk að búa nemendur sína undir störf að
utanríkisviðskiptamálum, er lýðveldi hefði
verið komið á fót og þjóðin tæki utanríkis-
þjónustu að öllu leyti í sínar hendur. Sam-
kvæmt reglum skólans skyldu aðeins
skráðir 10 nemendur á hausti.
Þessi skóli starfaði aðeins í þrjú ár og
brautskráði aldrei neina kandídata. Skóla-
stjóri hans var Steinþór Sigurðsson. Einn
fastur kennari, dósent, var skipaður síðasta
árið, sem skólinn starfaði. Var það Gylfi í>.
Gíslason. Með breytingu á lögum um Há-
skóla íslands vorið 1941 var skólinn sam-
einaður lagadeild og hún nú nefnd laga- og
hagfrœðideild. Gengu þeir, sem stundað
höfðu nám í Viðskiptaháskólanum, undir
próf í laga- og hagfræðideild sumarið
1941.
Menntamálaráðuneytið gaf, að tillögu
laga- og hagfræðideildar, út reglugerð um
nám í viðskiptafræðum við deildina árið
1941. Var það í meginatriðum sniðið eftir
hliðstæðu námi í viðskiptaháskólum (hand-
elshöjskoler) á Norðurlöndum, en þó höfð
hliðsjón af námi í rekstrarhagfræði
(Betriebswirtschaftslehre) við þýska há-
skóla og hliðstæðum greinum (business
administration) við bandaríska og breska
háskóla. Engar takmarkanir voru á skrán-
ingu til þessa náms. Var reglugerðin við það
miðuð, að unnt væri að ljúka náminu á
þrem árum og gert ráð fyrir árlegum
áfangaprófum. Gylfi í>. Gíslason var skip-
aður dósent við deildina og kenndi rekstr-
arhagfræðigreinar. Ólafur Björnsson, sem
verið hafði stundakennari við Viðskipta-
háskólann, var settur dósent árið 1942 og
kenndi þjóðhagfræðigreinar. Aðrir kenn-
arar voru stundakennarar.
Árið 1946 var Gylfi t>. Gíslason skipaður
prófessor við deildina og Ólafur Björnsson
1948. Þriðji prófessorinn við deildina var
Árni Vilhjálmsson, sem skipaður var 1962.
Ári síðar var Guðlaugur Þorvaldsson settur
prófessor í embætti Gylfa Þ. Gíslasonar,
sem hafði haft leyfi frá störfum síðan 1956,
og síðan skipaður í embættið 1967. Guð-
mundur Magnússon var skipaður í nýtt
prófessorsembætti 1968 og Gylfi Þ. Gísla-
son í annað 1972, þannig að prófessors-
embætti deildarinnar eru nú fimm. Meðan
Guðlaugur Þorvaldsson gegndi rektors-
embætti, var Þórir Einarsson settur pró-
fessor í hans stað. Guðlaugur hefur sam-
kvæmt eigin ósk fengið lausn frá embætti
frá upphafi haustmisseris 1980, og hefur
það verið auglýst laust til umsóknar. Þráinn
Eggertsson hefur hins vegar verið settur til
að gegna prófessorsembætti Guðmundar
Magnússonar rektors.
Auk hinna fimm prófessorsembœtta við
deildina eru þar tvær dósentsstöður, staða
Þóris Einarssonar og Kjartans Jóhanns-
sonar, og þryár lektorsstöður, stöður Brynj-
ólfs Sigurðssonar, Þráins Eggertssonar og
Stefáns Svavarssonar. Auk þessa er staða
dósents að hluta, sem K. Guðmundur
Guðmundsson gegndí.
Til viðbótar þessum föstu kennurum hafa
margir stundakennarar starfað við deildina.
Hafa þeir sumpart haft á hendi kennslu |
greinum, sem fastir kennarar hafa ekki
komist yfir að kenna, og sumpart annast
kennslu þeirra fastra kennara, sem hafa
haft leyfi frá störfum. í umræðum innan
deildarinnar hefur það komið í ljós, að
kennarar og fulltrúar stúdenta eru sammála
um, að of mikill hluti kennslunnar se i