Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 128
126
Árbók Háskóla íslands
unarfræði. Báðar þessar námsgreinar eru
kenndar á fjórða ári.
Námsnefnd
Frá síðastliðnu ári hefur starfað við náms-
brautina námsnefnd, sem skipuð er þremur
kennurum og þremur nemendum. I jafn
ungri námsgrein og hjúkrunarfræði er við
háskólann ber margt að athuga og endur-
skoða, og er því ærið verkefni fyrir náms-
nefnd að starfa að með námsbrautarstjórn.
Vorið 1980 mun prófessor Margaret
Hooton starfa með námsnefnd um nokk-
urra vikna skeið að endurskoðun námsefn-
is.
Bókasafn
Að Suðurlandsbraut 18 hefur námsbrautin
eignast vísi að bókasafni. Allverulegur hluti
þess er gjafir frá hjúkrunarfræðingum, ís-
lenskum og erlendum. Hæst ber þó gjöf frá
bókhlöðu Cornell háskóla í New York, er
barst safninu á síðastliðnu sumri, um 80
bindi.
í bókasafninu eru mest bækur og tímarit
um h júkrunarfræði og hjúkrunarmál. Stúd-
entar nota Háskólabókasafn, er þeir leita
sér efnisfanga í öðrum greinum.
Húsnæðismál
Aðalkennsluhúsnæði námsbrautarinnar er
að Suðurlandsbraut 18. Þar eru tvær
kennslustofur, er rúma um 30 nemendur í
sætum, ein fundastofa, tvær kennarastofur,
kaffistofa fyrir nemendur og lesaðstaða
fyrir um 12 nemendur. Þetta er leigu-
húsnæði, tekið til nokkurra ára. Á fyrstu
árunum var það viðunanlegt, en eftir því
sem árgöngum nemenda fjölgaði og nýir
árgangar urðu fjölmennari varð það fljótt
of lítið. Námsbrautin hefur til afnota litla
verknámskennslustofu í Nýja hjúkrunar-
skólanum og litla kennslustofu í Hjúkrun-
arskóla íslands. Auk þess hefur kennsla
farið fram í Árnagarði, Lögbergi og öðru
kennsluhúsnæði háskólans.
Eitt brýnasta verkefnið, sem nú liggur
fyrir, er útvegun á stærra húsnæði.
Nemendur og próf.
Framhaldsmenntun
Fjöldi stúdenta, er skráðir voru til náms í
námsbrautinni árið 1979, var 109. Af þeim
voru 44 nýstúdentar, og fer þeim fjölgandi
með hverju ári.
Fyrstu 14 nemendurnir luku B.S.-prófi <
hjúkrunarfræði frá námsbrautinni vorið
1977. Vorið eftir luku 9 prófi, og vorið
1979 voru þeir 13. Væntanlega ljúka lo
burtfararprófi á vori komanda (1980).
Af þessum 36 manna hópi hafa 8 lokið
uppeldisfræði til kennsluréttinda frá félags-
vísindadeild.
Erlendis eru tveir hjúkrunarfræðingar,
B.S., við nám, og mun annar þeirra Ijúka
M.S.-prófi í hjúkrunarfræði frá Boston
háskóla í Bandaríkjunum vorið 1980. Þa
hyggja þrír hjúkrunarfræðingar, B.S., a
framhaldsnám við háskóla í Bandaríkjun-
um á árinu 1980.
Námsskrá námsbrautarinnar hefur verið
kynnt nokkrum háskólum í Evrópu og
Ameríku. Námið hefur hlotið viður-
kenningu nokkurra þeirra sem fullgilt nám
til framhaldsnáms til M.S.-prófs. Sú viður-
kenning varð námsbrautinni mikil lyfö'
stöng.
Hjúkrunarfræðingar, B.S., hafa ráðist til
ýmissa starfa innan heilbrigðisþjónustunn-
ar hér á landi: til kennslu, hjúkrunar a
sjúkradeildum, stjórnunar sjúkradeilda og
heilsugæslu.