Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 205
Kennarar háskólans
203
þess skóla um hríð. Hann kenndi trúfræði
v'ð guðfræðideild Háskóla íslands veturinn
1947—48 í fjarveru Sigurbjörns Einars-
sonar dósents. 24. júlí 1959 var hann skip-
aður prófessor í guðfræðideild Háskóla ís-
tands og gegndi því embætti til dauðadags.
Jóhann Hannesson var fjölfræðingur að
uPplagi og litríkur persónuleiki. Hann
varðveitti ætíð viðhorf íslenska bóndans
Þrátt fyrir dvöl í fjarlægum löndum og lagði
mtkla persónurækt við nemendur sína.
Hann var mikill atorkumaður og ritaði
fjölda greina í dagblöð um hagnýt efni og
kirkjulegt starf og í blöð og tímarit um trú-
fræði, trúarbragðafræði, uppeldismál og
siðfræðileg efni. Hann má í raun nefna
fyrsta sínólóg eða kínafræðing íslendinga,
°8 skrifaði hann um sögu og menningu
Kína, auk þess sem hann þýddi bækur og
'atneska sálma á kínversku.
Sunon Jóh. Ágústsson, prófessor emer-
'tus í heimspeki og forspjallsvísindum í
heirnspekideild, andaðist 1. desember
1976.
Hann var fæddur 28. september 1904 í
KJós í Árneshreppi í Strandasýslu. Há-
skólanám sitt allt stundaði hann erlendis.
^ar|n nam sálarfræði, uppeldisfræði,
keimspeki og fagurfræði við Sorbonne
háskólann í París 1927—32 og lauk þaðan
hcencié-és-lettres prófi í þeim greinum
1932 og doktorsprófi í uppeldisfræði 1936,
en framhaldsnám hafði hann þá stundað
oæði í París og í Þýskalandi. Eftir
heimkomuna hlóðust brátt á hann marg-
visleg störf í barnaverndarmálum, uppeld-
■smálum og kennslufræðum, og var hann
m' a. ráðinn til þess að halda námskeið í
Háskóla íslands fyrir kennara. Hann var
Settur prófessor í forspjallsvísindum í stað
Ágústar H. Bjarnasonar 1941—42, og 1.
september 1945 var hann skipaður pró-
fessor í heimspeki í Háskóla íslands. Hon-
um var veitt lausn frá embætti fyrir aldurs
sakir 1. september 1974.
Símon Jóhannes Ágústsson ólst upp við
hörð skilyrði norðurhjarans í æsku, en
braust til mennta af eigin rammleik. Hann
stóð jafnfætis í gróinni íslenskri sveita-
menningu og frönskum og alþjóðlegum
vísindum. Hann var ötull og óþreytandi
rithöfundur um sálarfræði, uppeldisfræði
og heimspekileg efni og lét fagurfræði lista
mjög til sín taka á rithöfundarferli sínum.
Reit hann fjölda bóka og ritgerða um þessi
efni, en var auk þess baráttumaður um
barnaverndarmál á vettvangi hins daglega
starfs. íslenskum fræðum, alþýðukveðskap
og söng unni hann mjög. Sem kennari í
forspjallsvísindum varð hann kunnur öllum
þorra stúdenta háskólans um langt skeið.
Kjartan R. Guðmundsson, fyrrum settur
prófessor í taugasjúkdómafræði við lækna-
deild, andaðist 5. október 1977.
Hann var fæddur 14. apríl 1906 í Ytri
Skógum undir Eyjafjöllum. Hann lauk
embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla ís-
lands 1936 og stundaði framhaldsnám í
taugasjúkdómafræði í Svíþjóð og Dan-
mörku 1938—1940 og sérfræðinám og
rannsóknir í Lundúnum 1961—62.
Doktorsprófi lauk hann við Háskóla ís-
lands 9. desember 1974.
Hann stundaði héraðslæknisstörf víða á
landinu, en var ráðinn að Landspítalanum
1957. Er taugasjúkdómadeild Landspítal-
ans var stofnuð 1967, var hann skipaður
yfirlæknir hennar. Hann hóf kennslu í
taugasjúkdómafræði við læknadeild 1957,
var skipaður lektor 1959 og síðar dósent.