Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 138
136
Árbók Háskóla islands
forsætisráðherra, glímukóngur íslands
1921. Og einn af þeim, sem stúdentsprófi
luku 1927 var íslandsmeistari í spjótkasti.
Hafði hann gefið sér tíma til þess í miðju
prófi, 17. júní, að keppa til þess heiðurs.
f>að var Ásgeir Einarsson, síðar dýralæknir.
Ekki urðu sérstök tíðindi í starfi hins ný-
stofnaða íþróttafélags fyrstu mánuðina. En
síðla árs 1928 gerðust þau tíðindi, að fé-
laginu var boðið að senda keppnislið í
frjálsum íþróttum á íþróttamót í Kiel í
Þýskalandi. En samskonar boð hafði verið
sent íþróttafélögum háskólanna í Dan-
mörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Svar
við þessu boði frá okkur var það, að við
treystum okkur ekki til þátttöku í þessari
íþróttakeppni. Hinsvegar væri til á íslandi
forn norræn íþrótt, upphaflega germönsk,
sem hvergi væri enn til nema hér, en hér
hefði hún verið almennt iðkuð frá upphafi
íslands byggðar og til þessa dags. Viðbrögð
forstöðunefndar Kielarvikunnar voru
snögg og ákveðin. Var íþróttafélagið beðið
fyrir alla muni að senda glímuflokk. Vildi
nefndin það til vinna að kosta ferð flokksins
aðra leiðina. Þótti þetta tilboð svo heiliandi,
að nú var farið að æfa. Ráðinn var þekktur
glímukappi til kennslu, Guðmundur Kr.
Guðmundsson, sem reyndist skemmtilegur,
áhugasamur og ágætur kennari. Æft var all-
an síðari hluta vetrar 1929. Sumir stúdent-
anna höfðu eitthvað glímt áður, sumir ekki.
Sá er þetta ritar hafði lært glímu á unglings-
árum í Vík í Mýrdal, og kom sú kunnátta nú
að góðu haldi. Þess voru dæmi, að stúdent
kom aðeins einu sinni á æfingu, en hætti
síðan.
Gert var ráð fyrir, að utanfararflokkur-
inn yrði skipaður um 10 þáttakendum. En
að minnsta kosti helmingi fleiri stunduðu
æfingarnar. Lögð var áhersla á fjölbreytni
glímubragða og fimi, fegurðarglímu. Vitað
var, að þátttakendur höfðu lítil fjárráð til
fararinnar. Þess vegna var ákveðið að sækja
til háskólaráðs um styrk til fararinnar.
Umsóknin er dagsett 14. febr., undirrituð af
formanni íþróttafélagsins, svo sem greint er
frá í Árbók Háskóla íslands 1928—1929.
Á fundi 2. apríl samþykkti háskólaráð að
veita til fararinnar kr. 1000.00 af óvissum
útgjöldum Sáttmálasjóðs. Þótti nú vænkast
mjög hagur glímuflokksins, enda þótt upp-
hæðin virðist ekki há, en mun þó nema eitt-
hvað á aðra milljón í nútímapeningum. En
nú varð ekki lengur vikist undan þeim
vanda að velja þáttakendur. Það varð hlut-
verk formanns félagsins og glímukennar-
ans. Var ákveðið, að í flokknum skyldu vera
8 glímumenn, en 9. þátttakandinn var far-
arstjórinn, formaður íþróttafélagsins, en
hann hafði frá upphafi sýnt lifandi áhuga á
ferðalaginu og mætt á flestum æfingum, þó
ekki væri hann þátttakandi í glímunni. Þeir
sem valdir voru í glímuflokkinn voru þessir,
og er jafnframt getið starfa þeirra síðar:
Dr. Bjarni Oddsson, læknir í Reykjavík.
Einar Guttormsson, læknir í Vestmanna-
eyjum.
Hallgrímur Björnsson, læknir á Akra-
nesi.
Haraldur Sigurðsson, héraðslæknir á
Fáskrúðsfirði.
Hinrik Jónsson, sýslumaður í Stykk-
ishólmi.
Dr. Jóhannes Björnsson, læknir i
Reykjavík.
Dr. Óskar Þórðarson, læknir í Reykjavík
og Jón Þorvarðsson, sóknarprestur i
Reykjavík, áður í Vík í Mýrdal.
Til skýringar skal þess getið, að Hinrik
Jónsson var í læknadeild, þegar ferðin var
farin, en fór síðan í lögfræðideild.