Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 109
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
107
íslandi þríþætta gjöf til Reiknistofnunar
háskólans:
1- Endurgjaldslaus afnot af rafreikni af
gerðinni IBM 360/30 um þriggja ára
skeið, sem síðar var framlengt um eitt ár.
2. Andvirði $35.000 til eflingar menntun
og vísindum á sviði gagnavinnslu með
rafreiknum.
3- Stofnun Rannsóknarsjóðs IBM vegna
Reiknistofnunar háskólans, og skyldu
viðhaldsgjöld IBM 360/30-tölvusam-
stæðunnar renna í sjóðinn.
Frá því að tölvunotkun hófst við háskól-
ann, og þar með á fslandi, árið 1964, var
sama tölvan starfrækt um 12 ára skeið. Hún
var af gerðinni IBM 1620 og var orðin all-
Urelt, enda gefin Pjóðminjasafninu 1976.
Fað segir reyndar sína sögu um tölvuþró-
unina að 12 ára gömul vél skuli talin safn-
8ripur. IBM 360/30-samstæðan var mun
stærri og afkastameiri. Varð gjöf IBM á
Islandi því mikil lyftistöng fyrir háskólann
°g til þess að renna traustum stoðum undir
hina nýstofnuðu Reiknistofnun.
Hin gjöfin var frá ríkisbönkunum, en það
var tölvuteiknari. Til þess m. a að stjórna
honum var keypt tölva af gerðinni PDP 11/
34, sem tekin var í notkun sumarið 1977.
^eð þessari vél hófst svonefnd sívinnsla,
Þ- e. notkun útstöðva og þá einkum skjáa við
tölvuvinnslu. 1 árslok 1977 voru 4 útstöðvar
tengdar við vélina, en ári seinna voru þær
°rðnar 12. Var þá skipt um vél og keypt
tölva af gerðinni PDP 11/60. í árslok 1979
voru útstöðvarnar orðnar 24 og var þá tekin
akvörðun um kaup á stórri og fullkominni
tölvu af gerðinni VAX 11/780. Er hún nú
aðaltölva háskólans, þegar þetta er skrifað.
A.uk IBM 360/30-tölvusamstæðunnar og
PDP-i 1-vélanna hefur Reiknistofnun haft
aðgang að IBM 370/145 tölvu Skýrsluvéla
ríkisins og Reykjavíkurborgar um fjar-
vinnslustöð (spjaldalesara og línuprent-
ara).
Sérfræðileg þjónusta
Auk reksturs tölvu tekur Reiknistofnun að
sér þjónustuverkefni á sviði reiknifræði og
tölvuvinnslu. Þar eð stofnunin er ekki
rannsóknastofnun heldur þjónustumið-
stöð, þá hefur hún sjaldan frumkvæði að
fræðilegum rannsóknum. Hins vegar taka
starfsmenn stofnunarinnar í ríkum mæli
þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum á veg-
um annara aðila, þar sem um reiknifræði-
lega eða tölfræðilega vinnslu gagna er að
ræða. Ennfremur vinna þeir að því að
kynna sér nýjungar á sviði tölvuvinnslu,
gera tilraunir með þær og kynna þær hér-
lendis. Haldin hafa verið margvísleg nám-
skeið og ýmis leiðbeiningarit gefin út.
Þá fer mikill tími starfsmanna í að að-
stoða tölvunotendur við að nota hugbún-
aðinn, þ. e. stjórnkerfi tölvunnar, þýðendur
fyrir hin ýmsu forritunarmál og svonefnd
stöðluð forritasöfn. Þessum söfnum hefur
fjölgað mikið og eru nú til forritasöfn sem
auðvelda mjög notkun tölvu m. a. á sviði
tölfræði, aðgerðarannsókna, hagrann-
sókna, burðarþolsútreikninga, landmæl-
inga og verkáætlanagerðar, svo dæmi séu
tekin. Þá má nefna gagnasafnskerfi það sem
Erfðafræðinefnd háskólans notar, svo og
safn forrita fyrir tölvuteiknarann.
Verkefni
Of langt mál yrði að tiltaka hér öll þjón-
ustuverkefni og önnur viðfangsefni, sem
unnið hefur verið að á Reiknistofnun, held-
ur verða nefnd nokkur dæmi og þau látin
tala sínu máli.
1. Eftirlíking (simulation) loðnuveiða.