Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 91
Verkfræði- og raunvísindadeild og fræðasvið hennar
89
eiturefnafræði geta stuðlað að eflingu inn-
lends matvælaiðnaðar, útflutningi íslenskra
matvæla og leiðbeint okkur við innflutning
erlendrar matvöru.
Vænta má aukinna rannsókna á nýtingu
°rku til efnasmíði og efnaiðnaðar, til fram-
•eiðslu orkuríkra efna og eldsneytis úr inn-
iendu hráefni. Þá má vænta rannsókna á
aukinni hagnýtingu steinefna og jarðefna
með rafbræðslu, rannsókna á kísilsam-
böndum, silíkonum o. m. fl. Efnafræðing-
urinn finnur aðferðir til framleiðslu efna,
hreinsunar o. þ. h. Efnaverkfræðingurinn
hemur síðan við sögu með hönnun á stærri
búnaði til hagkvæntrar framleiðslu á við-
homandi efnum. Ef efnaiðnaður á að þróast
a Islandi verður að auka fjölda vel þjálfaðra
etnaverkfræðinga, sem munu hafa frum-
hvæðið og framkvæmd með höndum.
Tímabært er að íhuga, hvort æskilegt sé að
laka upp kennslu til seinni hluta efnaverk-
fræði við verkfræði- og raunvísindadeild
í. Slíkt kemur ekki að fullum notum nema
uðstaða skapist jafnframt til rannsókna- og
Þfóunarstarfa, sem skiptir miklu fyrir þróun
'nnlends efnaiðnaðar. Líklegt er að það taki
minnst 6—8 ár að byggja upp viðunandi
starfsaðstöðu fyrir kennslu í efnaverkfræði.
Gott samstarf hefur verið með efna-
fræðistofu og rannsóknarstofnunum at-
v>nnuveganna. Gagnkvæm afnot tækja og
Samvinna um rannsóknarverkefni hefur
verið á ýmsum tímum, og ber að efla slíkt
Samstarf eftir því sem kostur gefst og hag-
kvæmt þykir.
3- Jarövísindastofa
Torstöðumaður stofunnar var próf. Sigurð-
ar Þórarinsson. Stofan skiptist í þrjár
e>ldir, jarðfræðideild, jarðeðlisfræðideild
°8 háloftadeild.
3. 1. Jarðfræðideild
Starfsemi
Hlutverk jarðfræðideildar Raunvísinda-
stofnunar á sviði rannsókna má í hnotskurn
kalla undirstöðurannsóknir um jarðfræði
íslands. Þetta hlutverk er ærið margþætt. Sú
fræði, sem einu nafni nefnist jarðfræði, hef-
ur klofnað í margar, meira eða minna sjálf-
stæðar fræðigreinar, og er þar helst að
nefna, með tilliti til íslands: Bergfræði,
jarðefnafræði, jarðhitafræði, eldfjallafræði
(þar með gjóskufræði), ísaldarjarðfræði,
jöklafræði, steingervingafræði, setlagafræði
og tímatalsfræði.
Með því takmarkaða vinnuafli og þeim
enn takmarkaðri fjárveitingum, sem jarð-
fræðideild hefur haft yfir að ráða, hefur að-
eins verið hægt að grípa niður hér og þar
meðal þeirra fjölmörgu verkefna, sem
æskilegt hefur verið að geta sinnt. Um
meiriháttar rannsóknir hefur aðeins verið
að ræða í þeim tilvikum, er fengist hefur
aukafé úr Vísindasjóði eða erlendis frá.
Hefur val verkefna eðlilega ráðist að veru-
legu leyti af áhugaefnum og sérhæfni þeirra
sérfræðinga, er við deildina hafa starfað, en
þeir hafa verið ráðnir með hliðsjón af því,
að æskilegt væri, að í jarðfræðideildinni
væri tiltæk undirstöðuþekking á sem flest-
um áðurnefndra jarðfræðigreina. Hlutverk
rannsóknastarfsemi í Raunvísindastofnun
hlýtur að verulegu leyti að vera rannsóknir
rannsóknanna vegna, er tryggi það, að
kennarar háskólans fylgist vel með þróun í
sínum fræðigreinum.
Einnig hefur í jarðfræðideild, sem í öðr-
um deildum Raunvísindastofnunar, verið
leitast við að sinna nokkrum aðkallandi
þjónustuverkefnum, svo sem könnun á
hagnýtum jarðefnum. Æskilegust fyrir