Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 221
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs háskólaárin 1976—1979
219
framkvæmdasvæði fyrir sig, merktum A 2
°8 B, sbr. uppdrátt Þróunarstofnunar dags.
3/s 1978.
Jafnframt skýrði rektor frá því að hann
hefði skipað Ragnar Ingimarsson prófessor
formann hönnunarnefndar fyrir byggingar
þessar og Brynjólf Sigurðsson dósent til
vara.
01.06.78.
Maggi Jónsson arkítekt, D.Arch., ráðinn
þess að hanna næstu byggingu á há-
shólalóð austan Suðurgötu (hugvísinda-
þUs)> og Ulrich Arthursson arkítekt ráðinn
ll' þess að hanna byggingu nýs áfanga verk-
fræði- og raunvísindadeildarbygginga vest-
ar> Suðurgötu.
07.09.78. 27.11.78.
Rektor rakti sögu skipulagsmála há-
skólalóðar á síðustu árum. Svofelld ályktun
',ar samþykkt með 11 samhljóða at-
kvæðum:
'■Skipuð verði sjö manna nefnd til að
v'nna í umboði háskólaráðs að undir-
"ningi og gerð tiUagna wn skipulag há-
skólalóðar. Rektor verði formaður nefnd-
ar'nnar, en varaforseti háskólaráðs vara-
n*aður hans. Tveir menn og varamenn
Pe'rra skulu kosnir til þriggja ára í senn. en
Jnfnframt kjósi háskólaráð aðra tvo menn í
nefndina og varamenn þeirra til eins árs í
Senn. Þá skai Félag háskólakennara og
s'údentar tilnefna sinn fulltrúann hvor aðili
fúsamt varamönnum) til eins, tveggja eða
þri8gja ára.
Nefndin skal gefa háskólaráði yfirlit um
störf sín eigi sjaldnar en tvisvar á ári, og
f 'ar nieiri háttar tillögur hennar um skipu-
a8 svæðisins eða um það, hvernig að því
s uh unnið í aðalatriðum, skulu öðlast
samþykki háskólaráðs. Nefndinni er heim-
ilt að ráða sér framkvæmdastjóra og leita
séríræðilegrar aðstoðar, eftir því sem hún
telur ástæðu til.
Meðal fyrstu verkefna nefndarinnar skal
vera að undirbúa tillögu til háskólaráðs um
það, hvernig standa skuli að frekari úr-
vinnslu skipulagshugmynda Alvars Aalto,
sem háskólaráð lagði fyrir skipulagsyfirvöld
Reykjavíkurborgar, með tilliti til athuga-
semda skipulagsnefndar og annarra atriða,
sem nefndin telur eðlilegt, að skoðuð verði.
Nefndin kanni m. a. og geri tillögu um,
hvort eða að hve miklu leyti sé fýsilegt að
efna til hugmyndasamkeppni með hliðsjón
af vitneskju um framtíðarþróun háskólans
og þeirri skipulagsvinnu, sem þegar hefur
verið unnin, eða þá hvort fela eigi stofu
Alvars Aalto eða tilteknum innlendum
sérfræðingum í skipulagsmálum að útfæra
einstök atriði skipulagsins."
Samþykkt var með 10 atkvæðum gegn 3,
að fulltrúar stúdenta verði tilnefndir af
„stúdentum" í stað „Stúdentaráði," eins og
upphaflega hafði verið lagt til.
í nefndina voru kjörnir til þriggja ára
Arnljótur Björnsson prófessor, og vara-
maður hans Stefán Már Stefánsson pró-
fessor, einnig ÓttarP. Halldórsson prófess-
or, og varamaður hans Ragnar Ingimarsson
prófessor.
Til eins ára voru kjörnir Sigurjón
Björnsson prófessor og Þórir Einarsson
prófessor. Fyrsti varamaður til eins árs var
kjörinn Páll Skúlason prófessor og annar
varamaður Þór Magnússon þjóðminja-
vörður.
17.05.79.
Félag háskólakennara tilnefndi Þorstein
Gylfason lektor fulltrúa sinn í skipulags-