Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Blaðsíða 215
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs háskólaárin 1976—1979
213
bykkti samkomulagið með 6 samhljóða at-
kvaeðum.
14.04.77. 28.04.77.
Lögð fram tillaga frá Reiknistofnun um,
a& háskólaráð heimili fyrir sitt leyti, að
stofnunin gangi inn í kaup á tölvu af
gerðinni IBM 370/125, sem Samband ís-
'enskra samvinnufélaga hefur forkaupsrétt
a- Páll Jensson, forstöðumaður Reikni-
stofnunar, sem kom á fundinn, taldi brýnt
að ákvörðun yrði tekin án tafar, enda geti
stofnunin staðið undir þessum kaupum af
ei8'n rekstrartekjum. Þórir Kr. Þórðarson
Lar fram þá tillögu, að erindi þetta yrði
borið undir atkvæði án umræðna. Tillaga
Póris var samþykkt samhljóða, og voru
greidd atkvæði um tillögu Reiknistofnunar,
er einnig var samþykkt samhljóða.
01.06.78.
Formaður stjórnar Reiknistofnunar,
Liuðmundur Magnússon prófessor, skýrði
óeiðni Reiknistofnunar um lántökuheimild
Vegna tölvukaupa. Lántökuheimildin, kr.
milljónir, var samþykkt einróma.
17.07.79.
5- Viðskiptadeild
‘vegiugerðarbreyting fyrir viðskiptadeild.
^'llagan er svohljóðandi:
-.Viðskiptadeild skal standa fyrir sér-
stóku kjörsviði um endurskoðun er komi í
ramhaldi af fyrirtækjakjarna.
Kennslugreinar í endurskoðunarkjör-
sviði eru:
5-5. Reikningshald IV.
5-6. Endurskoðun I.
ó-7. Endurskoðun II.
ó-8- Skattaréttur og skattskil II.
ó-9. Fjármuna- og félagaréttur (Lög-
fræði II).
Ein frjáls kjörgrein.
Reikningshald IV er metin 6 náms-
einingar. Allar aðrar greinar eru metnar 3
námseiningar. Stúdent, sem velur þetta
kjörsvið, er skylt að þreyta próf í öllum
ofantöldum námsgreinum og einni kjör-
grein. Kemur þetta kjörsviðsnám í stað
kjörsviða og frjálsra kjörgreina hjá þeim
stúdentum, sem velja annað kjörsvið.
Öll ákvæði annarra kafla þessarar greinar
reglugerðarinnar gilda um kjörsviðsnám í
endurskoðun, eftir því sem við getur átt.
Jafnframt skal öllum stúdentum í við-
skiptadeild heimilt að velja sér sein frjálsar
kjörgreinar þær ofantalinna námsgreina,
sem eru taldar upp í 1. kafla þessarar
greinar." Samþykkt einróma.
15.09.77.
6. Tannlæknadeild
Frumvurp til laga um tannsmíði. Rektor
lagði fram svofellda tillögu:
„Á fundi háskólaráðs 3. júní s. 1. var lagt
fram bréf menntamálaráðuneytisins, dags.
18. maí 1976, þar sem óskað var umsagnar
um frumvarp til laga um tannsmiði, er
nefnd á vegum ráðuneytisins samdi. Há-
skólaráð taldi eðlilegt, að tannlæknadeild
legði fram álitsgerð um málið.
Á fundi háskólaráðs 23. sept. s. I. var
lögð fram álitsgerð tannlæknadeildar, er
samþykkt var á deildarfundi 16. sama mán-
aðar. Á fundi háskólaráðs í dag, 7. október,
var samþykkt að framsenda ráðuneytinu
álitsgerðina.
Háskólaráð bendir á, að það telji sér ekki
fært að taka afstöðu til ákvæða frumvarps-
ins um starfsréttindi og starfssvið tann-
smiða. Þar sem tannsmiðaskólanum er ætl-
að að vera sjálfstæður skóli, en ekki hluti af
Háskóla íslands, telur ráðið enn fremur, að
semja verði sérstaklega við háskólann um