Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 19
15
mundur fyrir, að eigi skyldu þau lengur standa á haga
en Keingálu þætti gott1. Bjarg er talin góð útigangs-
jörð, og munu þess fá dæmi að nokkrir fari svo vel
með hross sín nú á slíkum jörðum. Nautum var beitt
eigi síður en hrossum, en kúm var gefið inni, og þess
finnst ekkert dæmi í sögunum, að kúm hafi nokkurn
tíma verið liaidið á haga á vetrum hversu góð tíð sem
var. í jarteinabók Þorláks biskups er þess getið, að á
bæ einum liafi kýr farið í haga með nautum um vetur,
og er þau komu heim, hafði kýrin borið úti í hagan-
um, en kalfurinn fannst eigi fyr en heitið var á Þorlák
biskup.2 3 Þetta er án efa svo að skilja, að kýrin hef-
ur á einhvern hátt sloppið út með nautunum, en alls
eigi verið rekin á liaga með þeim, enda mundu þá fieiri
en þessi eina kýr liafa orðið fyrir því. Eigi kemur það
sjaldan fyrir í sögunum, að þess er getið, að menn liafi
orðið heylausir og fjenaður liafi fallið8. í Eyrbyggju er
sagt um Úlfar í Úlfarsfelli, að hann hafi verið „svá fé-
sæll, at fé hans drapst aldri af megri eða drephríðum.“4
Má af þessu marka, að opt hefur fje orðið magurt og
verið juti í hríðum og illum veðrum. Þó er eigi opt
getið um stórkostlegan fjenaðarfelli í fornöld og hey-
ásetning mun alls eigi hafa verið verri þá en nú á tím-
um, enda höfðu sveitarhöfðingjar og helztu bændur
tilsjón með heybirgðum skjólstæðinga sinna, og hversu
þeir settu á hey sín. Þetta sjest berlega af Hænsa-
Þóris sögu. Haust eitt, er illa hafði heyjast um sum-
*) Grettis saga 14. kap. bls. 24.
2) Biskupa Bögur I, 368
3) Þetta má sjá í Fóstbræðra sögu 6. kap., Njálu 47. kap.
Droplaugarsona sögu Kh. 1847 bls. 13. ísl. íornsögum I, 226,
Laxdæla 40. kap. Biskupa Bögur I, 31, Sturl. Oxf I, 276 og víðar.
4) Eyrbyggja 30. kap.