Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 131
127
an er máttdregin, jetur ekkert, er úfin og jafnvel daun-
ill, fætur liennar og snoppa er venjalega köld á að finna,
hún liggur vanalega, riðar öll og titrar þá reist er á
fætur, og slímpressingurinn verður æ tíðari og tíðari.
Þannig er þessi illa veiki á sínu hæsta stigi. — Þegar
svo er komið veikinni, sem hjer er lýst, má vissulega
álíta hana lífshættulega; skepnan ferst þá optast, eins
og líka blóðsóttin er miklu hættulegri veiki heldur en
hin einfalda sótt eða lífsýki, og hin mörgu húsráð, og
stórskamtar af sterkum lyfjaefnum gegn henni, virðast svo
fjarri því að duga nokkuð þegar skepnan er svona veik
orðin, að þau, einkum hin sterkbarkandi og stíflandi
lyfin, miklu fremur flýta fyrir endalykt hennar. En þó
ekki fari svo, og skepnan haldi lífi, þá koma þær skepn-
ur allar, sem þannig aðframkomnar dragast með veikinni
og holdlausar eru orðnar, mjög seint til aptur, eðanásjer ekki
fullkomlega, svo tvísýnt er, hvort það borgi kostnaðinn
að halda þeim við lífið. Þó viljum vjer ekki, þegar á annað
borð lækning er viðhöfð, og helzt ef hún hefur verið
brúkuð í tíma, ráða mönnum til þegar að lóga slíkum
skepnum sínum, eða gjöra það að reglu, því opt koma
aðframkomnar skepnur líka til, en sje veikin suúin upp
í uppdráttar- eða rotnunarsótt, sem hæglega fyrir kem-
ur, er sáralítil von um bata.
Orsakir: Á unglömbum og kálfum, sem sjerstaklega
er hætt við almennri sótt eða lífsýki, er óhollusta móð-
urmjólkurinnar einatt orsökin, eða þá veiklun í sjálfum
þeim frá fæðingu, sem rót sína á að rekja til fósturlífs-
ins, þegar móðirin hefur haft óvenjulegt og einkum þó
ofmegntfóður, svomjólkinþaraf leiðandier offeit og þung-
líf mjög, eða langvarandi illt og skemmt fóður, svo mjólkin
hefur fengið óholla efnasamsetning og er mögur og nær-
ingarrýr orðin, eða móðirin hefur mætt mikilli ofhitnan