Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 180
176
búnað við mjög skynsaman bónda. Hann sagði mjer
meðal annars, að liann hefði óvanalega mikið kúalán.
Kýr sínar væru kinar beztu í sveitinni, sem hann væri
í, og ef hann fengi kýr að, sem ekki væru taldir nema
meðalgripir, reyndust þær ágætlega hjá sjer. Jeg spurði
hann, hvaða orsök væri til þessa, livort hann hefði ó-
vanalega góða töðu, gott fjós, hefði meiri þekkingu á
kúarækt en samsveitungar hans og færði sjer það í
nyt, eða þá, að þeim, sem umgengust kýrnar, þætti vænt
um þær og bæru velvíld til þeirra. „Já“, sagði bónd-
inn, „jeg liefi eiginlega ekki gjört mjer grein fyrir þessu,
en jeg sje að hið fyrra getur ekki átt sjer stað, en
okkur hjónunum og börnum okkar, sem sjáum að öllu
leyti um kýrnar, þykir öllum mjög vænt um þær“.
Það, sem gjörði kýrnar ágætar, var velvildin, er
þeim var sýnd.
Jón sál. Illugason, í Baldursheimi viðMývatn, mun
að líkindum vera sá fyrsti íslendingur, sem skaraði
langt fram úr öðrum i sauðfjárrækt. Hann hafði þó
ekki notið neinnar fræðslu í sauðfjárrækt, því að hana
var þá ekki að fá í landinu. En Jón var skynsamur
og athugasamur. Þó mun mannúð og skyldurækni hafa
verið aðal-Ieiðarstjarnan, sem beindi honum að því
marki, að eignast óvanalega vænt sauðfje, sem bar
honum svo mikinn arð, að liann varð vel fjáður, eptir
því sem kallað er.
Þegar nú velvild til skepnanna er skilyrði fyrir
vellíðan margra, verður að reyna að glæða þessa til-
finningu hjá sjer. Það verður að leita eptir orsökum
til þess mannúðar- og hugsuuarleysis, sem allt of
margir beita við skepnurnar. Aðal-orsökin hygg jeg að
sje athugaleysi og gamall vani hjá flestum, en ekki bein
þrælmennska, þó að það verði að þrælmennsku. Það