Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 7
BÚNAÐARRIT.
3
verði. Bændur lögðu þá alt kapp á, að rækta sem mest
korn, en til þess þurfti mikinn áburð, og eina úrræðið
til þess að fá hann, var að hafa margar kýr. Þær gengu
úti frá því snemma að vorinu og langt fram á haust,
og voru fóðraðar að vetrinum svo að segja eingöngu á
hálmi. Eins og gefur að skilja voru kýrnar með þess-
ari meðferð bæði litlar og illa skapaðar, og mjólkuðu
lítið, enda voru þær aðallega haldnar til þess að breyta
hálminum í áburð.
Hór á landi heflr áburðurinn aldrei verið mikils
metinn, þótt nokkuð sé það að lagast á seinni árum.
Sumir hafa jafnvel hneixlast á að sjá hann á prenti
metinn til verðs. Sannleikurinn er þó, að húsdýraáburð-
inn heflr eigi að tiltölu eins mikla þýðingu fyrir nokkra
þjóð eins og oss. Þetta liggur þó eigi svo mikið í því,
að verzlunaráburður er og hlýtur að vera hór dýr, vegna
erflðra samgangna innaniands og við önnur lönd. Hitt
er aðalatriðið, að húsdúraáburðurinn, auk þess að veita
piöntunum næringu, eykur að stórum mun bakteriulífið
í gróðrarmoldinni og þar með jarðhitann, en við það
verða allar efnabreytingar í jörðinni örari, og er það
afarþýðingarmikið atriði fyrir oss með vorum stuttu og
köldu sumrum. Þetta sést meðal annars glögt á þak-
sléttunum. Þar bregst aldrei kafgresi fyrstu árin eftir
að sléttað heflr verið, sé vel borið undir af húsdýraá-
burði og almenn gróðrarskilyrði fyrir hendi.
Nautgripirnir hér á landi eru fremur mjólkurkyn en
holdakyn, ef yflr höfuð er hægt að nota orðið „kyn“
(Race) yflr eins ólíka einstaklinga bæði að ytra útliti og
eiginlegleikum, eins og vorir nautgripir eru.
Á engum bæ á landinu, sem eg hefl komið á, og
3 kýr eru á eða fleiri, hafa allar kýrnar verið eins að
lit eða skapnaðarlagi. Og lítið betra virðist samræmið
vera að því er innri eiginlegleika snertir: hæfilegleika til
að safna holdum, mjólka mikið eða lítið, gefa feita eða
magra mjólk o. s. frv., eins og síðar mun sýnt í rit-
1*