Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 10
6
BÚNAÐARRIT.
eða færri verzlunarplöntur (hör, hamp, humal, t.óbak,
olíuplöntur o. s. frv.) og skógvið til húsagjörðar og sölu.
Það er því aðailega undir markaðinum komið á hverj-
um tíma, hversu mikla áherzlu ber að leggja á búpen-
ingsræktina, þótt það sé auðvitað ætíð mikils virði, að
þær skepnur, sem haldnar eru, sóu góðar.
Hór á landi er aftur á móti ekki hægt að rækta
neinar korntegundir né belgávexti eða verzlunarplöntur
og aðeins tiltölulega fáa garðávexti, aðallega rófur, næp-
ur og kartöflur, sem þó eru ekki árvissar, að minsta
kosti víða á Norðurlandi. Um skógrækt sem atvinnu-
grein er heldur eigi að ræða, en aðallega til prýðis og
eldsneytis og til að varna uppblæstri. Svo að segja öll
jarðrækt. vor verður því að snúast um grasræktina í
einhverri inynd, og grasið er ekki hægt að hagnýta sér
öðru vísi en til fóðurs handa búpeningnum. Þegar þetta
er athugað, viiðist það gegna furðu, hvað kynbótum bú-
penings heflr verið lítill gaumnr gefinn hér á landi alt
til þessa, og hvað fáir meðal vorra leiðandi manna iáta
sig það mál nokkru skifta, þvi á þeim byggist að mjög
miklu legti, lwaða árangur verður af striti og starfi
meiri liluta íslenzku þjóðarinnar í nútíð og framtið.
— Hitt fer eftir atvikum og þá einkum markaðurinn á
hverjum tíma, hvort meiri eða minni áherzlu ber að
leggja á nautgriparækt eða sauðfjárrækt. Um það vil
eg eigi ræða hér, en aðeins minna á, að fleiri eða færri
kýr þurfa að vera á hverju býli á landinu, og að allar
líkur eru til, að nautgripirnir verði í framtíðinni aðalbú-
peningurinn í ýmsum stærstu og þóttbýlustu héruðum
iandsins.
Sagnfræðingar fullyrða að mörgum sinnum fleiri
nautgripir hafi verið hór á landi á söguöldinni en nú,
sjálfsagt um eða yfir 100 þúsund. Ábyggilegar upplýs-
ingar um tölu búpenings höfum vór þó ekki fyr en árið
1703. Þá var tala nautgripa 35,800, en úr því fór
þeim stöðugt fækkandi þar til 1889, og var þá tala þeirra