Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 13
BÚNAÐARRIT.
9
eg hefi gjört, og eftirfylgjandi töflur sýna. Eg hefi sjálfur
reiknað upp allar skyrslurnar, og ber því ábyrgð á, að
útreikningurinn sé réttur, en eins og gefur að skilja, hefi
eg ekki getað haft neitt eftirlit með samlagningunni í
fóður- og mjóikurtöflunum hjá einstökum bændum, er
skýrslurnar byggjast á, eða með vikt á mjólk og fóðri
og feitimælingum. En þótt einhver villa eða ónákvæmni
kunni að vera í skýrslum þeim, er eg hefi bygt eftir-
fyigjandi töflur á, og eg hefi eigi átt kost á að
leiðrétta, mun þó óhætt að fullyrða, að skýrslurnar séu
yfirleitt ábyggilegar og sæmilega nákvæmar — mjólk og
fóður viktað einn dag í viku bæði málin. Einkum og
sér í lagi er þó trygging fyrir að skýrslur þeii'ra naut-
gripafélaga, sem hafa eftirlitsmenn, séu réttar.
Eg hefi lagt til grundvallar við útreikning minn
fullmjólkandi kýr, er eg kalla svo. — Með fullmjólkandi
kúm meina eg allar fuilorðnar kýr, er borið hafa ein-
hverntíma á skýrsluárinu og verið á sama heimili alt
árið, og eigi veikst eða orðið fyrir neinum óhöppum, er
haft hafi veruleg áhrif á ársarð þeirra, svo og fyrstakálfs
kvigur, er borið hafa á fyrsta mánuði skýrsluársins.
Eg get ímyndað mér, að ýmsir hefðu kosið, að kvíg-
ur að öðrum og þriðja kálfi (yngri en 4 ára) hefðu eigi
verið taldar með fullmjólkandi kúm, af því þær mjólka
venjulega minna og eyða minna fóðri en kýr á þr-oska-
aldri, enda kýr jafnaðarlega ekki fullvaxuar fyr en þær
eru 4 ára. En aí því hefði leit.t, að eg hefði einnig orðið
að aðgreina gamlar kýr (eldri en 12 ára) frá fullmjólk-
andi kúm, því að þær eyða venjuiega mun meira fóðri
en kýr á þroska aldri, en eru þó jafnaðarlega nytlægri.
Bezt hefði verið að hafa sérstakar töílur fyrir fuilmjólk-
andi kýr á þroska aldri — 4—12 ára —, en aðrar fyrir
allar kýr í felögunum, en það heíði tekið mikið meira
rúm, og varð eg því að hveifa frá því.