Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 16
12
BÚNAÐARRIT.
lega fáuin kúm í þeim félögum, þar sem það er tilfært í
töflunni, og því ekki mikið á því að byggja.
Gjafatíminn er tilgreindur í 5 féiögum af 7, en þó
eigi á öllum bæjum. Hann er eigi vel ábyggilegur, og
mun síðar gjörð nánar grein fyrir því.
í naut.gripafélagi Mýrdælinga var fóðrið aðallega taða.
Á flestum bæjum var þó gefið meira eða minna af út-
heyi með, og á fáeinum bæjum lítið eitt af kraftfóðri.
í fóðureininguna er lagt 2,5 pd. af töðu, 3,5 pd. af út-
heyi og 1 pd. af kraftfóðri. — 1 nautgripafélagi Mosfells-
sveitar var taða og úthey gefið jöfnum höndum, þó
víðast mun meira af töðunni. Talsvert kraftfóður var
geflð á svo að segja öllum bæjum, víðast 200—400 pd. á
kú, og í Viðey miklu meira, 900 pd. á kú að meðalt.,
enda lítið gefið af töðu. Lagt í fóðureininguna: 2—2,5
pd. taða,, 3—4 pd. úthey, 1 pd. af rúg- og maismjöli og
3/4 pd. af hvalkjötsmjöli. — í nautgripafélagi Kjalnes-
inga var fóðrið mestmegnis taða, dálítið af útheyi með
á flestum bæjum, en óvíða kraftfóður nema í Brautar-
holti; þar ekkert úthey geflð, en dálítið af rófum. Kiaft-
fóðrið: rúgmjöl, maísmjöl og hvalkjötsmjöl. Lagt í fóð-
ureininguna: 2—2,5 pd. taða, 3 pd. úthey, 1 pd. kraft-
fóður og 12 pd. rófur. — I nautgripafélagi Hvamms-
hrepps var fóðrið eingöngu taða og uthey, taða sem næst
3/4 hlutar. Þar er lagt í fóðureininguna 2 pd. af töðu,
eins á öllum bæjum, og er það óefað of iágt, og 4 pd.
af útheyi. — í nautgripafélagi Svarfdælinga varfóðriðsvo
að segja eingöngu taða, lítið eitt af útheyi hér og hvar.
Lagt í fóðureininguna, 2,5 pd. taða og 3 pd. úthey. —
í kúakynbótafélagi Hörgdæla og „Búbót," var fóðrið nær
því eingöngu taða, lítið eitt af útheyi og kraftfóðri á íá-
einum bæjum. Lagt í fóðureininguna: 2,5 pd. taða,
3—4 pd. úthey og 1 pd. kraftfóður.
Mjólkurpotturinn er alstaðar reiknaður á 10 aura
og fóðureiningin á 6 aura.