Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 25
BÚNAÐARRIT.
21
var í 16 mörkum í mál og feitihlutfallið 4,68%, var
feitimagn fyrsta pottsins, sem mjólkaður var úr júgrinu,
1,5%, ení seinustu mörkinni 8,43%. Eins er áríðandi
að gæta þe3s vel, að jafnt sé millum mjalta, þegar mjólk
er tekin til feitiákvörðunar.
Eg gat þess áður, að í flestum nautgripafólögum
hefði fetimagn mjólkurinnar aðeins verið mælt að vetr-
inum. í þrem félögum var þó feitin einnig mæld að
sumrinu, og vil eg geta þeirra sérstaklega. — í einu
þeirra, nautgripafólagi Kjalarness, voru feitimælingarnar
óreglulegar nema í Brautarholti. Þar voru 36 kýr, og
var mjólkin úr þeim rannsökuð einu sinni í mánuði.
Meðalfeitimagn mjólkurinnar úr öllum kúnum var 3,8%,
hæst feitimagn 5,5 % og lægst 2,8%. í nautgripafélagi
Gnúpverjahrepps var feitin viðast mæld þrisvar á vetr-
inum og einu sinni um sumarið. Meðalfeitimagn úr 33
kúm var 3,7%, hæst feitimagn 5,8°/o og lægst 2,5%.
í nautgripafélagi Stafholtstungna og Borgarhrepps var
feitin einnig mæld þrisvar á vetrinum og einu sinni um
sumarið. Meðalfeitimagn mjólkurinnar úr 103 kúm var
3,78%, hæst feitimagn 5,5% og lægst 2,5%.
Eftir þessum feitimælingum að dæma, ætti meðal-
feitimagn kúamjólkur hér á landi að vera 3,76 °/o eða
kringum það, og má það kallast gott, þar sem enn heflr
ekkert verið gjört til þess að auka feitimagn mjólkur-
innar. •— í Danmörku er meðalfeitimagnið t. d. aðeins
3,36% eða lln hluta lægra.
Sjöundi dálkur töflunnar sýnir gjafatíma kúa, og er
hann talsvert mislangur í hinum ýmsu félögum, eins og
við var að búast. Gjafatími sá, er taflan sýnir, er þó í
flestum tilfellum ekki nákvæmur, og i sumum fólögun-
um naumast rétt talinn. í nautgripafélagi Asahrepps er
t. d. gjafatíminn auðsjáanlega talinn oí langur, sem mun
stafa af því, að hann sé talinn (að minsta kosti á sum-
um bæjum) frá því um haustið, er farið var að gefa
kúnum, og þar til um vorið, er hætt var að gefa þeim.