Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 27
BÚNAÐARRIT. 23
mýri. Lagt í fóðureininguna 2,5 pd. taða, 3 pd. úthey
og 1 pd. kraftfóður.
í nautgripafélagi Gnúpverjahrepps var fóðrið svo að
segja eingöngu taða, lítilsháttar af úitheyi og kraftfóðri á
fáeinum bæjum. Lagt í fóðureininguna 2,5 pd. taða,
3,5 pd. úthey og 1 pd. kraftfóður.
í nautgripafélagi Hreppamanna var fóðrað með töðu
að rúmum 2/3 hlutum og útheyi að tæpum V3 hluta.
Dáh'til kraftfóðurgjöf á fáeinum bæjum. Lagt í fóður-
eininguna 2—3 pd. af töðu, 3—4 pd. af útheyi og
1 pd. kraftfóður.
í nautgripafélagi Mosfellssveitar var gefið mjög mik-
ið kraftfóður, í Yiðey 1500 pd. á kú (fullmjólkandi kýr
37), og á öðrum bæjum 200—700 pd. á kú. í Viðey
var lítið gefið af töðu, 1100 pd. á kú, en 2500 pd. af
útheyi. A flestum öðrum bæjum í félaginu var taða
gefin að sem næst ^/3 hlutum og úthey að V3, þegar
kraftfóðrið er frá talið. Lagt í fóðureininguna 2,5 pd.
taða, 4 pd. úthey og 1 pd. kraftfóður.
í nautgripafélagi Kjalarness var mikið kraftfóður
{maís) gefið; í Brautarholti 480 pd. á kú að meðaltali
(fullmjólkandi kýr 34), og á flestum öðrurn bæjum um
200 pd. á kú. Að oðru leyti var taða aðalfóðrið, lítils-
háttar af útheyi á fáeinum bæjum og dálítið af rófum
í Brautarholti — 400 pd. á kú. Lagt í fóðureininguna
2—2,5 pd. taða, 3 pd. úthey, 1 pd. kraftfóður og 12
pd. rófur.
í nautgripafélagi Stafholtstungna og Borgarhrepps
var gefin taða að sem næst 3/4 hluturn og úthey að V3
hluta, litið eitt af kraftfóðri á fáeinum bæjum. Lagt í
fóðureininguna 2,5 pd. taða, 3,5 pd. úthey og 1 pd.
kraftfóður.
I nautgripafólagi Hvammshrepps var fóðrið taða að
2h hlutum, dálitið kraftfóður (rúgmjöl) á flestum
bæjum, 50—150 pd. á kú, og hitt úthey. Lagt 1 fóður-
eininguna 2,5 pd. taða, 3 pd. úthey og 1 pd.*kraftfóður.