Búnaðarrit - 01.01.1908, Qupperneq 28
24
BÚNAÐARRIT.
í nautgripafélagi Svarfdælinga var fóðrið mestmegnis
taða, dálítið kraftfóður (rúgmjöl og maísmjöl) á all-
mörgum bæjum, 50—100 pd. á kú, og lítilsháttar af út-
heyi á nokkrum bæjum. Taðan var ekki vel verkuð á
sumum bæjum, og er lagt i fóðureininguna 2,5—3 pd.,
3,5—4 pd. af útheyi og 1 pd. kraftfóður.
í kúakynbótafélagi Hörgdæla var fóðrið aðallega
taða, dálitið kraftfóður (aðallega rúgmjöl) á flestum bæj-
um, 50—150 pd. á kú, og lítið eitt af útheyi á nokkr-
um bæjum. Af töðunni er svo að segja alstaðar lagt
2,5 pd. í fóðureininguna, af útheyi 3—5 pd og 1 pd. af
kraftfóðri.
í nautgripafélaginu „Búbót“ í Höfðahverfi var fóðrið
mest megnis taða, dálítið kraftfóður (rúgmjöl) á flestum
bæjum, 100—200 pd. á kú, og lítilsháttar af útheyi all-
viða. Taðan var ekki vel verkuð, og eru 2,5 — 3 pd. lögð
í fóðureininguna, 3,5 pd. af útheyi og 1 pd. af kraftfóðri.
í nautgrípafélagi Pellnahrepps var fóðrið aðallega
taða, dálítið af kraftfóðri (maísmjöl og rúgmjöl) á flest-
um bæjum, 50—100'pd. á kú, og lítið eitt af útheyi á
nokkrum bæjum. Lagt í fóðureininguna 2 — 3 pd. af
töðu (víðast 2,5 pd.), 3,5 pd. úthey og 1 pd. kraftfóður.
1 nautgripafélagi Valla og Skriðdalshrepps var fóðrið
mestmegnis taða, dálítið kraftfóður á flestum bæjum, 50
—100 pd. á kú, og lítið eitt af útheyi á nokkrum bæj-
um. Lagt í fóðureininguna 2,5 pd. taða, 3,5 pd. úthey
og 1 pd. kraftfóður.
í nokkrum af félögunum höfðu 2 pd. af töðu og 3
pd. af útheyi verið lögð í fóðureininguna, eins á öllum
bæjum. Þar hefi eg breytt til og lagt 2,5 pd. af töðu
og 3,5 pd. af útheyi í fóðureininguna, því eins og tekið
er fram í inngangi fóður- og mjólkurskýrslubókarinnar,
tjáir ekki að leggja svo lágt í fóðureiningar nema um
beztu töðu og útheystegundir sé að ræða. Að öðru
leyti hefi eg ekki gjört neinar verulegar breytingar á
mati fóðufbins, og alls engar í þeim félögum, sem haft