Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 39
BÚNAÐARRIT
35
Eg hefi valið úr skýrslum nautgripafélaganna fyrir
árið 1905—6 tíu nythæstu kýrnar, og sýnir taflan hér
á undan nythæð þeirra, fóðrun og fóðurkostnað og ársarð.
Mjólk og fóður er metið eins hjá öllum kúnum, mjólk-
urpotturinn reiknaður á 10 aura og 1 pd. af kraftfóðri,
2,5 pd. af töðu og 3,5 pd. úthey lagt í fóðureininguna
og hún reiknuð á 6 aura.
Nythæsta kýrin i félögunum hefir eins og taflan
sýnir mjólkað 4/i62 potta, eða réttum helmingi meira en
meðalnyt fullmjólkandi kúa hefir verið sama ár sam-
kvæmt töflu I. 2. Meðainyt 10 nythæstu kúnna hefir
verið 3650 pottar og meðalfóðrið 2581 fóðureining.
Flekka í Arnkeisgerði og Banga á Ketilsst.Cðum hafa
borgað fóðrið bezt, 100 íóðureiningar með 325 og 323
pd. mjólkur eða pundið að meðaltölu með 6,5 egri.
Mestan ársarð hefir Skjalda í Kollstaðagerði gefið, 275
krónur, enda er hún lang nythæst, en meðalá.rsarður
10 nythæstu kúnna er, eins og taflan sýnir, 210 krónur.
Allar kýrnar 10 hafa eytt í fóður sem svarar 64525
pd. af meðaltöðu, viktað úr heystæðunni að vetrinum,
og ef vér gjörum ráð fyrir, að vel verkuð taða léttist um
10% frá því hún er hirt að sumrinu, og þar til hún
er gefin að vetrinum, hefði þurft að ætla öllum kúnum
358 tvö hundruð ptmda hesta innbundna eða hverri kú
að ineðaltali tæpa 36 hesta. Bóndi, sem ætti 10 jafn
góðar kýr kúm þeim, sem hér er um að ræða, og vel
rœktað 30 dagsláttna tún, fengi í meðal ári nóg fóður
handa öllum kúnum af túninu, eða 12 200 pd. hesta
af dagsláttu, og kýrnar gæfu af sér árlega auk fóður-
kostnaðarins 2100 krónur. Þess utan hefði bóndinn
mjög góða atvinnu að sumrinu við að hirða um og vinna
að túninu, rúma 51 kr. fyrir hverja dagsláttu eða 1550
kr. fyrir alt túnið, og að því gæti hánn unnið að öllu
leyti með konu sinni og uppvaxandi börnum eða öðru
skylduliði, og hefði þó mjög mikinn tíma afgangs.