Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 42
38
BÚNAÐARRIT.
annan, og að því hlýtur að reka fyr eða síðar. Litur-
inn er glögt og gott ytra einkenni kynferðis og kynfestu,
og því alt annað en þýðingarlaus, þegar um kaup og
sölu á nautgripum er að ræða, einkum til kynbóta.
Óskandi væri að nautgripafélögin og einstakir menn,
sem áhuga hafa á nautgriparækt. færu að taka þetta
mál til athugunar. Yarlega verður þó að fara, því vór
höfum ekki efni á, að útiloka frá kynbótunum verulega
góða gripi, þótt eitthvað só athugavei't við lit þeirra.
A gott skapnaðariag nautgripanna ber að sjálfsögðu
að leggja ennþá meiri áherzlu en litinn, því víst sam-
band er millum skapnaðarlagsins og innri eiginlegleika
gripanna. Um fram alt ríður þó á, að nautgripirnir séu
hraustlega skapaðir og heilsugóðir, og að þeir hafi enga
galla, sjúkdóma eða aðra ókosti, er haft get.a skaðleg á-
hrif á kynferðið.
Til þess að kýrnar geti mjólkað vel, þurfa þær að
melta mikið fóður, en til þess útheimtast vel þroskuð
lungu og meltingarfæri. Brjóst mjólkurkúnna þarf því
að vera breitt og djúpt, síðurnar vel útskotnar, kviður-
inn síður og búkurinn langur. Stórt höfuð, sver háls
og grófgerð beinabygging eru þar á móti skapnaðarlýti,
og tii skaða fyrir mjólkurframleiðsluna, því þess stærri
sein þessir líkamshlutir eru, því meiri næringu þurfa
þeir til vaxtar og viðhalds.'
Engin ástæða er til þess fyrir oss, að leggja áherzlu
á stórar kýr, bezt meðalstærðin 700—800 pd. Að vísu
eru stórar kýr meira virði til frálags en smáar, en þess
ber að gæta, að þær þurfa meira viðhaldsfóður, og þar
sem mjólkurkúm er sjaldnast slátrað, fyr en þær eru
orðnar gamlar, nemur það í flestum tilfellum mikiu
meiru en sem svarar frálags-mismuninum.
Eigi tjáir heldur að sækjast eftir feitlagnum og
bústnum kúm, eins og mörgum hættir því miður við,
þar sem vór viljum leggja áherzlu á mjólkurframleiðsi-
una, og um það eru allir sammála. Það er að rífa nið-