Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 44
40
BÚNAÐARRIT.
ing á mjólkurkúm er svo vandasa.mt verk, að til þess
þarf valið fólk. Hver kýr hefir sitt séreðli, sem taka
verður t.illit tíl, eigi hún að gjöra fult gagn. Eins og
fjósin eru nú víðast, eru fjósaverkin mestu óþrifaverk,
sem vorkunn er þótt fólk hliðri sér hjá, ef það ó ann-
ars kost. Yatnið verður oft að sækja Langan veg, og
það í hvaða veðri sem er, og mykjan að berast út í
trogum (mykjuberum). Væri þar á móti haugshús við
fjósin og vatnsleiðsla í þau, þyrftu fjósaverkin ekki að
vera verri eða leiðinlegri en hver önnur skepnuhirðing
eða önnur heimílisverk, nema síður sé.
2. fíetra uppeldi. Uppeldi nautgripanna er vanda,-
verk, því kálfarnir eru ekki síður en önnur ungviði mjög
móttækilegir fyrir öll ytri áhrif, jafnt skaðleg sem gagn-
leg. Kálfana á frá byrjun að undirbúa undir þá fram-
leiðslu, er kýrin á að veita sem fullorðin, og ríður þvi
á að þroska meltingarfæri og öndunarfæri þeirra sem
bezt, og verja þá fyrir öllu, er haft getur skaðleg áhrif
á þroska þeirra eða veiklað þá.
Venjulega munu kálfar hér á landi fá nægjanlegt
fóður, en um hreinlæti og hollustu er minna hugsað, og
er áreiðanlega margt gott kýrefnið stórskemt á þann
hátt. Á meðan kálfarnir fá nýmjólk, á að gefa hana
spenvolga, og þegar farið er að gefa undanrennu, ríður
á að hún sé ósúr, helzt flóuð. Séu matarleifar úr búri
eða eldhúsi gefnar kálfum, verður að gæt.a þess vel, að
þær séu nýjar og óskemdar, og umfram alt ekki súrar.
Alt súrmeti hefir skaðleg áhrif á meltingarfæri ungvið-
anna, og verður að varast það. Hey á að gefa káifun-
um strax og þeir fást t.il að eta það. Það þarf að vera
vel verkað, smágjört og lykt.gott. Ekki er rétt að ala
kálfana betur en svo, að þeir haldist í góðum holdum,
og allar snöggar fóðurbreytingar á að varast. — Kálfana
á að hafa í stýjum, óbundna, og lofa þeim út við og
við, þegar veður leyfir, til þess að hlaupa og leika sér.
Það þroskar öndunarfærin og eykur lystina. — Hæfilegt