Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 45
BÚNAÐARRIT.
41
er, að kvígurnar beri í fyrsta sinn, þegar þær eru fullra
2 ára, nokkuð fyr eða síðar eftir því, hvað kynið er
bráð- eða seinþroska eða iagið til holda eða mjólkur.
Nú er alltítt, að bráðþroskuðustu og beztu kýrefnin beri
miklu fyr — keifist í kálfagarði sem kallað er — og
eyðileggist eða stórskemmist á þann hátt.
3. Hagkvœmari fóðrun. Fóðrun kúu hér á landi
er mjög ábótavant, eins og eðiilegt er, þar sem alla
vísindalega undirstöðu vantar, og reynzlan uin fóðu,rgildi
hinna ýmsu heytegunda er mjög á reiki.
Allvíða eru kýr fóðraðar svo að segja eins allan
veturinn, án tillits til þess hvort þær mjólka mikið eða
lítið. Af þannig lagaðri fóðrun leiðir:
a. Að kýrnar, einkum þær nythærri, fá alt cf litið
fóður fyrst eftir burð, og geldast því miklu fýr, en ef
þær væru fóðraðar skynsamlega.
b. Að kýrnar fá óþarflega mikið lóður, þegar þær
mjólka litið, miklu meira en þær geta hagnýtt sór, og
er óofað eytt á þann hátt hér á landi til ónýtis árlega
fóðri, er nemur mörgum tugum þúsunda í krónum, ef
ekki hundruðum þúsunda.
Kýrnar á að fóðra eftir því sem þær mjólka. Því
meiri sem mjólkin er, þess meira og kjarnbetra á fóðrið
að vera.
Meðalkýr þarf á dag í viðhaldsfóður um 50 kvint af
meltanlegum eggjahvítuefnum og 5 pund af reiknuðum
kolvetnum (mjölefni, sykurefni o. s. frv. -j- feiti X 2,5), og
svarar það nokkurn veginn til 6 pd. dagsgjafar af meðalföðu
og 12 pd. af léttu, vel verkuðu útheyi. Kýr, sem mjólka
15 merkur í mál, þarf aftur á móti fjórum sinnum meiri
eggjahvítuefni, eða um 2 pd. á dag, en ekki nema 9—
10 pd. af kolvetnum, eða tæpum helming meira en við-
haldsfóðrið, og svarar það nokkurn veginn til 30 pd. dags-
gjafar af góðri töðu, eða þó öllu fremur 20 pd. af góðri
töðu og 3—4 pd. af bómullarfrækökum eða hvalkjöts-
mjöli. — Góðum kúm er þó naumast hægt að gefa svo