Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 46
42
BÚNAÐARRIT.
vel fyrst eftir burð, að þær ekki mjólki af sér holdin,
og verður þá að bæta þeim það upp með tiltölulega
ríkulegra fóðri, þegar mjólkin fer að minka, og um geld-
stöðutímann. Einnig þarf að ætla nokkurt fóður handa
fóstrinu seinustu mánuðina fyrir burð.
4. Bœtt mjaltalag og betri mjallir. Um mjaltir
á kúm hefir allmikið verið skrifað í íslenzk blöð og
tímarit, og get eg því verið fáorður um það.
Gamla mjaltaaðferðin, togmjöltin, er ennþá langút-
breiddust, þótt hún sé miklu verri og óhollari fyrir skepn-
una og erfiðari fyrir mjaltakonuna. Landsbúnaðarfélagið
hefir reynt. undanfarin ár, að breiða út Hegelunds mjalta-
aðferðinaj en lítinn árangur virðist það hafa borið. Yið
því er heldur eigi að búast, á meðan bændur láta sér
standa á sama, hvaða mjaltaaðferð er notuð, því mjalta-
konunum þykir fyrirhafnarminna, að nota þá mjaltaað-
ferð, sem þær hafa einu sinni lært, en að taka upp
aðra nýja.
Eg hefi áður i ritgjörð þessari bent á, hvaða þýð-
ingu það geti haft fyrir feitimagn mjólkurinnar, að kýrn-
ar séu hreinmjólkaðar. Hér vil eg aðeins minna á, að
það er einkar áríðandi, að ungar kýr séu mjólkaðar
vandlega, sórstaklega, fyrstu vikurnar eftir burðinn, á
meðan vöxtur júgursellanna er örastur, og að júgrið
sé strokið eða kreist rækilega I hveit skifti, áður en
hætt er að mjólka. Það eykur blóðrásina til júgursins,
og þar með starfsafl þess, og gjörir lcúna mjólkurlægn-
ari. Af sömu ástæðum væri æskilegt að mjólka kýrnar
þrisvar í sólarhring, einkum ungar kýr og nýbærur, og
nauðsynlegt getur það verið, séu þær mjög hámjólkar,
sérstaklega fyrstu vikurnar eftir burðinn.
5. Aukið feitimagn. Síðan lag fór að komast á
smjörgjörð vora, og farið var að selja smjörið á erlend-
um markaði, hefir það komist í svo gott verð, að feitin
í mjólkinni er orðin lang-verðmætasti hluti hennar.
Seinustu árin hafa rjómabúin fengið fyrir smjór sitt á