Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 53
BÚNAÐARRIT.
49
Mér er ekki kunnugt um, að íslendingar hafi nema lítið
eitt látið til sín heyra um skógamálið. Eg get því ekki
borið um það, hvort landsmenn eru alment búnir að
átta sig á málinu og gera sér það ljóst, hve mikið menn
verða á sig að leggja, til að styðja það svo að dugi, það
er að segja, hvort menn vilja fallast á, að skóglendin
sé varin um tíma.
Eg hefl áður minst á vörnina í grein í Búnaðar-
ritinu. Mér varð það fljótt ijóst, eftir skamma ferð hér
á landi, að alls ekki yrði hjá því komist, að verja skóg-
lendin, en jafnframt skildist mér, að þar sé miklir
þröskuldar í vegi. Nú vex mér þetta þó ekki eins í
augu og áður, því mér er orðið það Ijóst, að ekki þarf
að verja alt árið. Og svo veit eg nú, að fé er hýst á
hverju kveldi mestan hluta þess tíma, sem verja þarf
skógana fyrir því. Er það því Ijóst, að unt er að verja,
þó að það kosti bæði fé og fyrirhöfn, og varnarákvæðin
ættu aðallega að vera þessi: „Sauðfé og hross mega
ekki koma í skógana frá 1. okt. til 1. júní, en geitur
engan tíma árs“.
Meðan nægilegt er af grasi og öðrum jurtum, gerir
sauðfé, hross og nautpeningur skógunum ekki mein, svo
teljandi sé. Það eru aðeins geiturnar, sem eru hæt.tu-
legar trjágróðrinum alt árið. Um það hafa menn líka
íengið næga reynslu í Danmörku á fyrri tímum. En
hér í landi er fremur fátt um geitfé.
Það er enginn efl á því, að það er ekki nema vetr-
arbeitín og vorbeitin, sem tjónið heflr gert. Og má
meðal annars ráða í það af því, að skógarnir á Norður-
landi eru að mun hærri og betri en á Suðurlandi. Kem-
ur það af því, að á Norðurlandi er víðast hvar svo snjó-
þungt, að sauðfé kemst varla um skógana. í skógunum
er líka nokkru hlýrra en annars staðar. Skænir því síð-
ur snjóinn, svo að hann haldi. Þess vegna verður féð
norðanlands að halda sig í skógarjöðrunum, en á Suð-
urlandi er svo snjólétt, að féð getur farið um þá alla.
4