Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 55
BÚNAÐARRIT.
51
goldið af þeim þúsundum manna, sem þeir gera það
fyrir.
í Bandaríkjunum í Vesturheimi, þar sem líka þarf
mikið að gera skógarmálum viðvíkjandi, er nú hafið
máls á því, að leggja skógargjald á alla þjóðina. Þeir
sem því halda fram bera það fyrir, að skógur sé ómiss-
andi fyrir þjóðfélagið, og að þeir, sem eiga heima í borg-
um og iangt frá skógum, þurfi ekki síður smíðavið og
eldivið en þeir, sem búa í grend við þá, og sé því jafn-
skyldir til, að leggja eitthvað af mörkum til að halda
þeim við, því að margskonar iðnaður byggist lika á
þeim. Það er því ekki nýmæli, þótt íarið sé fram á
skógargjald.
Hér á landi mun skógræktin að vísu varla koma
upp iðnaði; en hitt er áreiðanlegt, að túnaræktin yrði
hægari og arðsamari í skógahlónu, því að sífeldir næð-
ingar draga mjög úr grasvextinum. Það má sjá víða,
því að tii eru líka tún, sem eru í skjóli.
Það væri mein mikið, ef svo lítiil væri áhuginn á
máli þessu og svo lítill skilningur á því, hve mikils um
það er vert, að ekki mætti byrja vörnina nú þegar. Því
að með hverju ári, sem líður svo, að ekkert er að gert,
versna horfurnar. Einhvern tíma vaknar áhuginn. En
ef það verða mörg ár þangað til, þá verða horfurnar
ekki eins góðar og nú, og jafnmikið kostar vörnin,
hvort sem byrjað er nú eða seinna.
Þá er um það er að ræða, að gróðursetja skóg þar
sem skógur er ekki fyrir, þá mundi það bezt svara kostn-
aði, að gróðursetja skjóljaðra um tún, það er að segja
mjóa, 20—30 álna breiða skógarreiti, sem lægju þvers-
um fyrir þeirri átt, er mest er veðra von úr. En hvort
sem gera skal skemtigarða við kaupstaðina eða aðra
trjágarða eða skjóljaðra, þá mega menn ekki kinnoka
sér við, að bera á jörðina einu sinni, ef menn eiga að
geta átt von á, að sjá árangur áður en mjög langt um
líöur. En þessir trjáreitir mundu ekki verða stærri en
4*