Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 70
66
BÚNAÐARRIT.
hús, Skógsnes. — 29 fengu 10 stig, 14 fengu 9, 12 fengu
8, 5 fengu 7, 2 fengu 6, 1 fékk 4.
22. Rauðalœkjarbú. Fél. 62. Aðaleink. 8.9. 12
stig fékk enginn. 11 stig: Syðri-Rauðalækur, Kálfholt,
Berustaðir, Árbæjarhjáleiga, Bjóluhjáleiga (J.), Bjóla (Á.),
Moldartunga (V.). — 11 fengu 10 stig, 14 fengu 9, 10
fengu 8, 3 fengu 7, 1 fékk 6.
Að jafnaði var rjóminn betri en í fyrra. Sést það
þegar bornar eru saman aðaleinkunnir rjómabuanna
bæði árin. Gallarnir á rjómanum voru sömu og í fyrra,
og voru þeir helzt þessir: súrþefur og súrbragð, reykj-
arþefur og reykjarbragð, tólgarþefur og tólgarbragð.
Ráðin til þess að hafa rjómann góðan eru altaf
og alstaðar þau sömu: Hreinlæti, hreinlæti, hreinlæti;
hreinlæti við mjaltirnar,
hreinlæti við að skilja mjólkina,
hreinlæti við þvott á öliu því, sem kemur við
mjólkina;
gott loft í fjósinu,
gott loft í skilvinduherberginu,
gott loft þar sem geymd eru áhöld öll;
kölkun á fjósinu og skilvinduherberginu,'
kölkun á mjólkurfötunum undir eins og búið er
að nota þær,
kölkun á skilvindunni undir eins og búið er að
skiija;
burstar til að hreinsa með skilvinduna,
burstar til að hreinsa mjólkurföturnar,
burstar til að hreinsa neglurnar áður en farið er
að mjólka.
Eg má ekki láta þess ógetið, að víða eru flutninga-
föturnar illa skemdar af ryði, einkum að innan, og er
það jafn-ilt fyrir rjómann og þótt fatan hefði ekki verið
þvegin í viku, eða enn þá verra. Þegar fata er orðin
ryðguð, dugir hvorki kalk né bursti. Altaf verður óbi agð
að rjómanum, sem fluttur er í slíkri fötu. Þeir sem