Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 77
BÚNAÐARRIT.
73
út í_ Biskupstungur á sýningu, er haldin var 12. júni
viö Holtakotarétt. Úr Tungunum fór eg vestur í Borg-
arfjörð og norður í Miðfjörð á sýningu, er haldin var
fyrir Kirkjuhvamms- og Torfustaðahreppa að Staðar-
bakka 18. júní, og þaðan út á Blönduós á aðalfund
Ræktunarfélags Norðurlands og sýningu, er haldin var í
sambandi við hann 21. sama mánaðar fyrir 7 miðhreppa
Húnavatnssýslu. Þaðan fór eg norður í Skagafjörð og
skoðaði sauðfjárræktarbúið á Nautabúi og hrossakyn-
bótabúið á Skinnþúfu í Yallhólmi, sem sýslunefnd Skaga-
fjarðarsýslu kom par á fót í vor. Á suðurleið fór eg
fram að Guðrúnarstöðum í Vatnsdal og skoðaði hesta
Hrossaræktarfélags Húnvetninga, er notið befir styrks
af Landsbúnaðarfélaginu nokkur undanfarin ár. Það á
nú undir 40 hross, og eru sum þeirra fyrirtaks falleg.
Ýmsir misbrestir hala þó orðið á framkvæmdum félags-
ins seinustu tvö árin, þrátt fyrir góðan viija og áhuga
stjórnarinnar, og hefir félagið því ekki náð þeirri út-
breiðslu eða því áliti, sem æskilegt væri.
Prá 14. júlí til 7. ágúst var eg austur í Árnes- og
Rangárvallasýslum við undirbúning héraðssýningarinnar,
ei haldin var við Þjórsárbrú 6. ágúst í tilefni af komu
konungs og rikisþings- og alþingismanna þar, að und-
anteknum tveim dögum um mánaðamótin, er eg var í
Reykjavík. Frá þeirri sýningu er skýrt í Frey IV. nr. 7.
17. september fór eg vestur á land, fyrst að Tindi í
Strandasýslu til ísleifs oddvita Jónssonar, til þess að leið-
beina honum með val á fé til sauðfjárræktarbúsins, sem
hann var að koma á stofn, og gefa bendingar um rekstur
þess. Þaðan fór eg að Bæ í Króksfirði á sýningu, er
haldin var þar 27. s. m. fyrir Reykhólasveit og Geira-
daishrepp. Á suðurleið var eg á sýningu, er Saurbæ-
ingar héldu á Múlabökkum 30. sept., og kom heim 6.
október.
Frá eftirlitskenslunni er skýrt í 2. hefti Búnaðar-
ritsins 21. ár. Hún stóð yfir frá 11. janúar til 17.