Búnaðarrit - 01.01.1908, Side 89
BÚNAÐARRIT.
85
innan; 3/4" eða 19 m/m pípur t. d. eru 3/4 þuml. eða
19 mílímetrar að þvermáli innan.
Pipurnar skal grafa í jörð alla leið frá vatnsbóli
til húsa, svo djúpt, að frost nái þeim eigi á vetrum.
Það fer eftir staðháttum, hve djúpt frost gengur í jörðu,
en yfirleitt mun eigi þurfa að grafa pípur dýpra en 2
al. í jörðu sunnanlands, og 2V2 al. norðanlands, sum-
staðar máske dálítið minna. Sé klöpp fyrir, eða svo
harður jarðvegur, að torvelt sé að koma pípunum nógu
djúpt niður, má verpa mold yfir þær í þess stað, en
gæta verður þess, að ganga svo frá haugnum, að vatn
geti eigi skolað honum burtu í rigningum eða leysing-
um. Pípurnar eru venjulega lagðar beinustu leið, hvern-
ig sem landslagið er; aðeins verður að gæta þess, sem
getið er að fj-aman, að ieggja pípurnar ekki yfir neina
hæð, sem tekur upp fyrir sjónhendinguna milli vatnsbóls
og krana; sé það gert, má búast við, að bráðlega safn-
ist loft í pípuna á hæðinni, og hindrar það rensli vatns-
ins. Yfir höfuð er æskilegt að pípurnar liggi með halla
alla leið frá vatnsbóli til húss, því að þá getur aldrei
safnast ioft, neinstaðar í þeim.
Pípur endast, misjafnlega lengi i jörð, eftir því,
hvernig efni er i þeim, hvernig jarðvegurinn er og
hvernig vatnið er, sem um þær á að renna. Pípurnar
sjálfar þurfa einkum að vera vel galvaniseraðar, svo að
þær geti endst lengi; þess verður vandlega að gæta, að
pipurnar blotni ekki af sjóvatni, (t. a. m. við uppskipun)
því- að sjóvatn skemmir galvaniseringuna. Jarðveginn
skal velja sem þurrastan að kostur er á; sérstaklega
skal forðast að leggja pípurnar í mýrar eða flóa með
ónógri framræslu, því að slíkur mýrajarðvegur er súj- og
eyðileggur fyrst sínkhúðina utan á pípunum, og siðan
pípurnar sjálfar; verði eigi hjá því komist, að leggja
pípurnar í mýrarjarðveg, skal bera utan á þær heita,
vel soðna koltjöru, áður en þær eru lagðar; gott, er að
sjóða dálítið af leskjuðu kalki saman við tjöruna; einnig