Búnaðarrit - 01.01.1908, Síða 97
BÚNAÐARRIT.
93
ar geti legið krókalítið og leiðin sé eigi rnjög löng.
Venjuiega mun mega komast af með 3/4 þuml. pípur
fyrir einstök heimili, en sé hallinn minni en 1 : 100 má
pípan þó eigi vera grennri en ] þuml. (
Þetta sem nú heflr verið sagt, mun nægja til skýr-
ingar þannig iagaði'i vatnsveitu fyrir einstakt heimili.
Ef leggja þarf pípur ianga leið og mishæðótta, eða marg-
ir eiga að vera saman um pipu, kemur ýmisiegt fleira
til greina, sem of langt yrði að telja; menn verða að
ráðfæra sig við verkfræðing þar sem svo stendur á.
Rétt er að geta þess, að ef pípur þurfa að vera
víðari en eða 2 þuml. að þvermáii, er hentara að
hafa aðrar pípur en þær galvaniseruðu járnpípur, sem
lýst hefir verið. Má þá brúka annaðhvort pípur úr
steypujárni asfaltbornar utan og innan, eða stálpípur
þær, er kendar eru við Mannesmann, og eru þær asfalt,-
bornar inpan, en tjöruhampur spunninn um þær að ut-
an til varnar gegn ryði.
2. Vatnsbólið lœgra en húsin.
Þá tilhögun, sem hér skal lýst, verður einnig að
hafa, ef vatnsbóiið liggur jafnhátt húsunum, eða að vísu
hærra en húsin, en eigi nógu hátt tii þess að vatnið
geti runnið sjáifkrafa inn með nægilegum hraða.
Tilhögunin verður nú sú, að dœla (pumpa) er sett
Þar sem hentast þykir, venjulega annaðhvort hjá vatns-
bólinu eða inni í húsinu; frá dælunni gengur pípa niður
í vatnið i vatnsbólinu, og önnur pipa inn í safnker í
húsinu; er hin fyrnefnda kölluð sogpipan, en hin síð-
arnefnda stigpípan. Dælan sýgur vatn inn í sig gegn-
um sogpípuna, og þrýstir því frá sér aftur gegnum stig-
pípuna til safnkei'sins. Vatnið er svo tekið til neyzlu
úr safnkerinu á þann hátt, sem hentast þykir; bezt er
að búa þannig um, að safnkerið sé uppi á lofti, á svöl-
um stað, alveg lokað; liggi svo pípa úr því niður í eld-