Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 101
BÚNAÐARRIT.
97
Hér er pess fyrst að gæta, að hœðarmismunur
dæhamar og vatnsborðsins í vatnsbólinu má aldrei vera
meiri en 22 jel, því að þá verður dælunni of örðugt að
sjúga til sín vatnið. Liggi vatnsbólið svo miklu lægra
en húsið, að muni meiru en 22 fetum, verður dælan
ekki höfð inni. Ekki er heldur ráðlegt að hafa dæluna
inni, þött hæðarmismunur sé nokkru minni en 22 fet,
ef vatnsbólið er iangt burtu, því að þá gerir núnings-
mótstaðan í sogpípunni það að verkum, að dælunni
verður örðugt, um að sjúga til sín vatnið; þó má bæta
úr þessu að nokkru (minka núningsmótstöðuna) með því
að hafa sogpipuna nógu víða. Hér má fylgja þeirri
reglu, að ef sogpípan hefir sömu vídd og stigpípan, þá
vídd sem dælunni er ætluð, má hæðarmismunur dæl-
unnar og vatnsbólsins að viðbættum Vir, af lengd sog-
pípunnar, eigi fara fram ur 22 fet.um. Sé sogpípan gerð
V4 þuml. víðaii en dælunni er ætlað (sjá töfluna hér á
eftir), fer alt vel ef hæðarmismunur dælunnnar og vatns-
bólsins að viðbættum ljA0 af lengd sogpipunnar fer eigi
fram úr 22 fetum.
Ef vatnsbólið liggur svo lágt eða svo langt frá hús-
um, að dælan verður eigi höfð inni í húsi, er eigi ann-
ars kostur en að setja hana hjá vatnsbólinu eða milli
vatnsbóls og húsa þar sem hentast þykir. Verður þá
naumast hjá því komist, að gera hús yfir dæluna.
Það skiftir miklu, að dæla sú, sem valin er, sé
sem sterkust, gerðin jafnframt sem óbrotnust og svo, að
hægt sé að umbæta og endurnýja þau stykki, sem slitna
uiest. Þar sem þrýsta á vatninu inn í safnker, munu
hinar svonefndu „kóloniaidælur" (14 mynd) vera einna
hentastar þeirra, er hingað hafa fluzt til þessa. Taflan
hér á eftir sýnir verð þessara dæla, mismunandi stærða,
vídd pípna þeirra (sogpípu og stigpipu) er dælunum eru
ætlaðar, svo og hve marga potta vatns dælurnar geta
gefið á hverri mínútu.