Búnaðarrit - 01.01.1908, Page 105
BÚNAÐARRIT.
101
vatni inn í fleiri safnker en eitt; verður þá að iiggja
ein stigpípa frá dælunni tii hvers safnkers, og verða að
vera i þeirn stopphanar rétt hjá dælunni, svo að sá sem
dælar getir l)eint vatninu til hvers safnkersins sem hann
vill. Lakasta fyrirkomulagið er það, að hafa sína dæl-
una á hvei'jum stað, þar sem á að nota vatnið; þá þarf
helzt að liggja sérstök pípa frá hverri dælu alla leið til
vatnsbólsins; hafl tvær eða fleiri dælur að nokkru leyti
sameiginlegar pípur, getur svo farið, þegar önnur dælan
er knúin, að hún sjúgi tii sín ioft niður í gegnum hina
dæluna í stað þess að sjúga til sin vatn úr vatnsbólinu.
Bæta má úr þessu með því að hafa stopphana í sog-
pípunum neðan við hverja dælu, og gæta þess, að þeir
séu jafnan lokaðir, nema réttámeðan verið er að knýja
þá dæluna; ef pípurnar eru lokaðar að öllum dælunum
nema þeirri, sem veiúð er að knýja, ei-u allar leiðir
lokaðar nerna sú rétta, nefnil. leiðin frá vatnsbólinu, og
hlýtur dælan þá að sjúga vatn til sín.
Verkfæri þau, sem heizt eru notuð til þess að setja
saman vatnsleiðslupípur, eru þessi:
Píptihaldari (16. mynd) er festur á fót eða borð
úr tré, og er hann notaður til þess að halda pípum föst-
um meðan verið er að skera þær sundur eða skeia
skrúfur á þær.
Pipuskeri (17. mynd) er notaður til þess að skeia
eða saga sundur pípur með, ef svo stendur á að hæfl-
legar lengdir eru ekki fyrir hendi, sem oft vill verða.
Piputöng (18. mynd) er brúkuð til þess að halda
um pípur og hólka þegar á að skrúfa pípumar saman.
Skrúfstokkur („snitti“, 19. mynd) ,er brúkaður til
þess að skera skrúfur á pípuenda.
ÖH þessi verkfæri má stilla þannig, að sarna verk-
færið kemur að notum við mismunandi viðar pípur.
Verð þeix-ra er hérumbil þetta: