Búnaðarrit - 01.01.1908, Blaðsíða 109
BÚNAÐARRIT.
105
1. Fölkseklan. Hún er víða orðin svo mikil, að
mjög tilflnnanlegt er, að missa þá vinnu írá heyskapn-
um, sem þarf til að smala ánum og mjólka þær.
2. Kjölsalan. Sem betur fer hafa menn á seinni
árum farið að hugsa um að bæta meðferðina á kjötinu,
sem sent er á útlendan markað. Til skamms tíma hefir
ísienzkt sauðakjöt verið svo illa verkað, að það liefir
varla getað kallast mannamatur, og þess vegna verið 1
afarlágu verði. Jafnframt því að bæta meðferðina á
kjötinu hafa menn líka farið að gefa því gaum, að ekki
er kjötið af öllum sauðkindum jafngott. Kjöt af full-
orðnum sauðum, sem vel er farið með frá upphafi og
aldrei hafa orðið magrir, er bezta kjötið, senr kostur ei'
á; það er vatnsminst og vöðvaþéttast og nálgast að
því leyti kjöt af góðu sláturfé erlendis, en er þar að
auki sjálfsagt, bragðbetra en kjöt af erlendu fé. En sauðir
hafa óðum fækkað á seinni árum, og hefir margt stutt
að því, þar á meðal það, að menn hætta að færa frá.
Næst sauðakjöti hefir verið talið kjöt af vænu vetur-
gömlu fé, og svo dilkakjöt á borð við það. Lakast hafa
menn talið kjöt af hrútum, fráfærulömbum og mylkum
ám. Kaupmenn hafa gert verðmun á kjötinu, suinpart
eftir tegundum og sumpart eftir þyngd kroppanna. Eru
nú sumir kaupmenn farnir að gefa bezt fyrir kjöt af
sauðum, veturgömiu íé og dilkum, og er það yfirleitt rétt.
3. Ær mjólka nú víða minna en áður. Eftir að
fjárkaup Englendinga hófust hér á landi, fóru bændur
að ieggja stund á að koma upp kjötmiklu fé. Coghill
gamli, sem hér keypti fé bænda, einkum sauði, fyri.r
glóandi gull, lagði aðaláherzlu á það, að féð hefði breið-
an og holdmikinn spjaldhrygg, og fóru bændur viða að
haga kynvali eftir þessu. Þegar eg kom að Ólafsdal
1871, var hér í sveitum sumstaðar allgott mjólkurfé,
einkum þó fyrir vestan Gilsfjörð. En sunnan til í
St.randasýslu og hér i Dalasýslu voru menn þá farnir að
sækjast eftir holdafé, og færðist sú alda smám saman